Færsluflokkur: Bloggar

Mugi, tíska og bolti...

Langt síðan síðast en maður hefur verið latur uppá síðkastið að skrifa á bloggið. Ég dáist að þeim sem að uppfæra bloggið sitt með reglulegu millibili, this is hard shit…Svo sem ekki mikið gerst uppá síðkastið til að vera að blaðra eitthvað um. Fór reyndar á Mugison tónleikanna í Vega þann 2. Febrúar síðastliðinn og það var alveg CRAZY gaman. Bandið sem hann er komin með er alveg hrikalega cool og krafturinn og greddan er alveg svakaleg. Ég sá nokkrar dömur þarna liggja á rennandi blautu gólfinu eftir tónleikanna sem var frekar vandræðanlegt....Efnið sem hann er með er líka alveg dúndur...Ég spái Muga vini mínum bjarta framtíð og vona að hann eigi eftir að sigra heiminn á næstu mánuðum á vikum þó svo að það sé harla makmiðin hjá kauða.. 

Annars er Helga að fara yfirum þessa daganna á Copenhagen Fashion Week og þramar hún sýninganna á milli með nýju myndavélina okkar og fashion passan sinn. Ég er að spá í að fara með henni í kvöld og sjá nýju línuna hjá Andersen and Laut, svoldið gay en maður þarf að taka þátt í þessu með konunni. Sá í blaðinu um daginn að fatabransinn í Kaupmannahöfn er að verða gríðarlega stór hluti af landsframleiðslu þjóðarinar og telur nú um ca. 10%. Einnig er fjöldin af þeim sem vinnur við þennan geira að aukast rosalega á síðustu árum. Helga sagði mér að þegar hún útskrifaðist í fatahönnun héðan frá Danmörku fyrir ca. 8 árum síðan þá var lítið að gerast en það hefur svo sannarlega breyst. Það eru t.d. yfir 500 dönsk fatamerki á sýningunni í ár sem er met og þessi tískuvika orðinn einn sú stærsta í heiminum miðað við blaðamannafjölda og fleira sem tengjast sýningunni.

 

Á morgun ætla ég síðan að horfa á mína menn í Aston Villa taka á móti Newcastle og þetta er algjör skyldusigur hjá þeim. Þeir verða að vinna þennan leik ef þeir ætla að reyna að komast í 4. sætið en þeir skitu á sig á móti lélegu liði Fulham. Ég spái því að þeir hristi af sér þetta slen og vinni 2-1 með mörkum frá Agbonlahor og Carew. Reyndar spái ég vini mínum Kevin Keegan (spilaði fótbolta með honum einum fyrir aftan Hótel Loftleiða í gamla daga :) ) eigi eftir að rífa þennan klúbb uppúr meðalmennskunni.

Einnig þarf maður að sjá nágrannaslaginn í Manchester sem Man.Utd mun vinna auðveldlega því að þeir eru að spila fáranlega vel þessa daganna fyrir utan slysið á móti frábæru liði Tottenham sem eru by the way að spila vel.Mér hlakkar reyndar til að sjá búningana sem Man.Utd verða í en þeir verða til heiðurs snillingunum sem létust í Munchen 1958. Þeir verða t.d. allir í svörtum takkaskóm og það mun gera það að verkum að það mun mæða lítið á Ronaldo í leiknum. Hann er vanur að vera í svo gulum eða bleikum skóm að hann á það til að blinda andstæðinga sína þegar hann nálgast vítateiginn. Hann verður því tekinn útaf á 70 min og Tevez og Rooney munu skora í 2-0 sigri United.  Þegar ég sé fréttirnar á Íslandi þessa daganna er ég rosalega feginn að hafa tekið þessa ákvörðun að flytja til Kaupmannahafnar síðastliðið haust. Hef heyrt að þessi vetur heima sé búinn að vera alveg svakalegur, ég væri orðinn geðveikur enda verð í frekar geðvondur í svona leiðinlegu veðri og getað ekki gert neitt nema að hanga inni.........Hérna er rosalega fínt veður og veturinn búinn að vera rosalega góður.... Hilsen í bili...

Ólafur F í Kastljósinu...oh my god !!

Var að glápa á Kastljósið í kvöld þar sem Helgi Seljan tekur viðtal við Ólaf F og Óskar Bergs. Ég ég bara trúið því ekki að þessi maður, Ólafur F Magnússon, sé borgarstjóri Reykjavíkur í dag. Hann er svo ÓTRÚLEGA ósannfærandi og rosalega lúðalegur. Hann kemur varla heilli setningu útur sér og það er EKKERT í samhengi í því sem hann segir. Ég held að hann hafi ekki myndað þennan meirihluta með Vilhjálmi útaf einhverjum málefna ágrenningi við fyrrv. meirihluta og það sé algjör bull þegar hann segir að sjálftæðisflokkurinn hafi verið á leiðinni að mynda meirihluta með Vinstri Grænum....Hann bullar sig útúr þessu og er svo ósannfærandi að það hálfa væri nóg..Hann vildi bara fá þennan blessaða stóll og slá um sig svoldið...Snýst ekkert um málefni að mínum mati bara eitthvað egó flipp...

Segi enn og aftur....Thank god að ég búi ekki í Reykjavík í dag :)...


mbl.is Ólafur hyggst láta verkin tala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljósið í gær...Krísa hjá X-D í Rvk..

Mér fannst Sigmar vera alveg frábær í kastljósinu í gær þegar hann tók Vilhjálm og Dag í yfirheyrslu til sín. Þetta eru menn sem bera mikla ábyrgð á þessari ringulreið sem hefur átt sér stað í borginni undanfarna mánuði og mér fannst Sigmar vera duglegur að láta þá heyra það. Ég sá því miður ekki allt viðtalið við Vilhjálm en mér finnst alltaf vera hálf klaufalegur að svara fyrir sig, mjög hikandi og ósannfærandi. Dagur fannst mér hinsvegar koma á óvart. Hann svaraði vel fyrir sig og var góður í að útskýra aðdraganda málsins, fannst hann alla veganna koma betur frá þessu en Vilhjálmur.

Ég er sjálfur mikill sjálfstæðismaður en ég skammast mín fyrir hönd flokksins í borginni. Mér finnst þessi flétta með Frjálslyndum (Ólafi F) vera algjör tímaskekkja og lélegur leikur. Ótrúleg mistök að hafa ekki kannað baklandið hjá Frjálslyndum og talað við fleiri en Ólaf varðandi hugsanlegt samstarf. Þetta gerir það að verkum að í dag er þessi meirihluti ákaflega veikur og vægast sagt óvinnuhæfur að mínu mati.

Fyrstu mistökin hjá flokknum komu strax eftir kosningarnar með að fara í samstarf með Framsóknarflokknum eða Birni Inga sem var með ákaflega litið fylgi eða rúm 5% ef ég mann rétt. Síðan drulla þeir á sig varðandi vinnuna við REI sem er mál sem að ég þekki ekki nógu vel þar sem ég var fluttur erlendis. Sem sjálfstæðismaður finnst mér þessi vinnubrögð hjá flokknum í Reykjavík ekki lengur vera boðleg og núna ætti því stjórn flokksins að grípa inní og gera einhverja ráðstafanir því að þetta gengur ekki lengur að menn sé þarna að taka hverja ranga ákvörðunina á fætur annarri. Þeir eru að missa allan trúverðuleika hjá fólkinu í borginni. Mér finnst þetta ekki vera sami flokkurinn og sá sem starfar á landsvísu....Ég segi bara sem betur fer er maður fluttur til Kaupmannahöfn því ekki vildi ég vera á Íslandi eða Reykjavík og þurfa að horfa uppá þessa vitleysu....

 


mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður hjá Villa...

Mikið svakalega var ég fúll með að missa þennan leik niður í jafntefli í gær. Ég var ekki bjartsýnn fyrir þennan leik því að Villa hefur aldrei getað neitt á Anfield og þegar þeir hafa verið með forystu í leikjum þarna klúðra þeir því alla jafnan niður í jafntefli eða skíttap. En þegar ég sá hungrið og ástríðina hjá leikmönnum Villa í seinni hálfleik að vinna þennan leik þá hélt ég að þetta yrði sko okkar dagur. Mér fannst Nigel Reo Coker alveg magnaður í gær, þvílík barátta var í honum og hann tapaði varla tæklingu þarna á miðjunni. Loksins skil ég af hverju Villa keypti þennan leikmann á 8m punda, þvílíkur kraftur var í honum í gær. Einnig fannst mér Harewood koma sterkur inn í leikinn og eins var ég mjög ánægður með Curtis Davis, Mellberg og Laursen í vörninni. Þeir stoppuðu allt sem kom nálægt teignum sem gerði það að verkum að Liverpool fékk varla almennilegt færi í þessum leik. Ashley Young var vonbrigði í gær og munar um minna.

En ég hélt virkilega að við myndum labba útaf af Anfield með 3 stig sem hefur ekki gerst lengi. Það er komið mikið sjálfstraust í Villa liðið í dag en það hefur vantað í mörg ár og þetta sást vel í gær. Ég er búinn að jafna mig á þessu jöfnunarmarki sem Crouch vitleysingur skoraði og lít bjartsýnum augum á framhaldið og loksins er gaman að vera Villa maður :) .....Martin O Neill er náttúrulega einn besti manager í heiminum í dag. Hann er svo mikill motivator og stemmningskarl...Vona að við missum hann ekki frá okkur í bráð.

Ég hef smá taugar til Liverpool enda bróðir minn MIKILL Poolari. Mér finnst þeir vera í krísu í dag og það er auðvitað útaf öllum þessum sögusögnum um klúbbinn. Það er aldrei gott ef að klúbbar er mikið í sviðsljósið útaf öðru en frammistöðu liðsins inná vellinum. Það sem hefur líka plagað klúbbinn síðust ár að mér finnst þeir aldrei vera að kaupa heimsklassa leikmenn heldur einungis góða leikmenn en þetta hefur aðeins verið að breytast með tilkomu Torres. Ég vona þeirra vegna að öll framtíð klúbbsins mun komast á hreint og menn geta farið að einbeita sér að fótboltanum. Mér finnst hinsvegar Benitez vera í smá tilvistarkreppu með klúbbinn. Finnst þeir ekki vera með stöðugleikan til að keppa um enska titilinn við Arsenal, Chelsea og Man.Utd.


mbl.is Jafntefli hjá Liverpool og Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leyndarmálið upplýst...

Margir vinir mínir og vandamenn hafa verið að velta því fyrir sér af hverju ég var að flytja til Danmerkur síðastliðið haust. Ég var nú ekki búinn að vera lengi á Íslands frá því að ég flutti frá USA þar sem ég hafði verið í nokkurn tíma og hafði sagt að nú myndi maður festa sig almennilega á Íslandi. En hérna fáið þið loksins sannleikan á flutningi mínum hingað. Ég kom hingað snemma í haust í æfingarbúðir til að undirbúa mig fyrir Danmerkumótið í sjálfsfróun sem er haldið síðar á árinu. Mitt helsta markmið er að slá þetta aumingjamet sem var sett í San Fransisco þar sem karlmaður fékk 6 fullnægingar á 6 klst. Þetta met er niðurlæging fyrir karlkynstofnin og ætla ég mér að sýna úr hverju við erum gerðir. Metið hjá kvk er 49 sinnum. Kom on.....Þetta er móðgun...

Leyndarmálið er sem sagt upplýst og ég get núna farið að einbeita mér að fullum krafti við æfingar. Ég vil helst ekki fara nánar úti æfingarprógramið sem ég þarf að fylgja eftir (Arnar Grant verður brjálaður) en ég mun hinsvegar láta vita þegar að tímasetning er kominn á þetta mót og hvar miðasalan verður því að ég hef lúmska grun á að miðar verði eftirsóttir eftir að þessi frétt fer í loftið :)


mbl.is Danmerkurmót í sjálfsfróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert hræðilegt...

Það er skrítin tilfinning að lesa þessa frétt því undir venjulegum kringumstæðum væri ég núna bölvandi útí eitt  um að mótið væri búið og menn ættu að pakka saman og fara heim. Óli er búinn að vera einn besti handknattleiksmaður heims í mörg ár og burðarás í Íslenska liðinu og án hans er liðið 50% veikara en ella. En ég er á öðru máli í dag. Eins og ég talaði um í gær þá var Óli alveg hrikalega slakur í gær. Mér fannst hann hægja á öllu spili á liðinu sem gerði það að verkum að það varð einhvern veginn ekkert flæði í sóknarleiknum, já það er mjög asnalegt að skrifa þetta en mér fannst þetta í gær. Og menn eru alltof mikið að treysta á að Óli bjargi alltaf liðinu. Greinilega eru meiðslin hans að trufla hann því að hann er ekki uppá sitt besta, virkar seinn og kærulaus.

Ég held að þetta muni því virkar sem vítamínssprauta á allt liðið. Núna dugar ekki að treysta á einn mann, núna þarf liðið ALLT að spila saman og treysta á hvern annan. Einar Hólmgeirs, þó hann hefði verið hræðilegur í gær, er gríðarlega góð skytta á góðum degi og spilar með einu besta félagsliði heims. Hann þarf núna að stíga upp og njóta þess að spila mikið og þarf að nýta tækifærið og sýna úr hverju hann er gerður. Þetta mun því efla sjálfstraustið hans. Svo er maður alltaf að vona að Ásgeir muni springa út en mér finnst hann ennþá vera bara efnilegur. Það er erfitt að vera svona jákvæður eftir svona fréttir en ég bara vona að þetta eigi eftir að efla liðið og þetta gæti ekki komið á betri tíma. Hefði þetta gerst á HM í þýskalandi að Óli hefði meiðst hefðum við skitið á okkur enda með enga back up stráka þar...

Koma svo Ísland..


mbl.is Ólafur líklega ekki með í næstu tveimur leikjum á EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DÍSES KRÆST....

Jæja, ég verð að fá að pústa hérna aðeins, er svo svekktur.......Var að horfa á Íslenska landsliðið í handbolta gjörsamlega DRULLA á sig á móti einu lakasta landsliði Svía sem ég hef séð í mörg ár. Mér fannst þeir betri þegar við unnum þá um árið. Það var eitt sem að "handbolta-sérfræðingarnir" heima höfðu engar áhyggjur af fyrir þetta mót og það var sóknarleikur Íslenska liðsins, hann væri sko í góðum málum...Við skorum 11 mörk á 45 min...KOM ON...Ég meir að segja gleymdi mér í bjarsýniskastinu mínu og var búinn að spá liðinu brons verðlaunum en ég hef reynt að vera alltaf svartsýnn fyrir svona mót því að þá líður mér betur. Ég hélt virkilega að við værum kominn með þessa breidd sem að þarf í svona mót en áður fyrr höfum við alltaf treyst á of fáa leikmenn í liðinu. En hvað gerist....... Sóknarleikurinn brást algjörlega, hver einasti leikmaður í liðinu var að spila undir getu (nema kannski markverðir okkar) og sama hver kom inná í þessari miklu breidd sem við höfðum kom ekki með neitt inní spil liðsins.. Það var nánast ekkert jákvætt í þessu...

En það er eitt sem fer SVAKALEGA í taugarnar á mér og það er þessi Garcia. Ég skil ekki af hverju hann er þarna. Hann gerir nákvæmlega EKKERT fyrir liðið. Hann er skytta og skaut ekki einu sinni á markið þrátt fyrir mörg opinn færi og við langt undir í leiknum og hann er lélegur varnarmaður og alltof þungur á sér...Það var dæmt skref á mannin þegar að við vorum 6 á móti 4 í sókninni...hvað er það ??? En annars er ég ekki að átti mig á þessari frammistöðu. Kemur mér algjörlega í opna skjöldu. Ég hélt að við værum með allt til staðar í dag. Einar Hólmgeirs kominn aftur í liðið, Hannes Jón skemmtilegur leikmaður og markmennirnir að verða betri en það er greinilega ekki nóg.

Mig grunar reyndar að það em vanti núna í liðið er Alexander og Guðjón eru ekki í toppformi eins og þeir voru á HM í Þýskalandi og Ólafur er bara orðinn of þreyttur í þetta.

En ég er búinn að pústa. Skil ekki af hverju ég tek þetta svona nærri mér stundum. Aðal ástæðan í þetta skiptið er kannski sú að ég er að vinna með sænskri stelpu sem er ekki í uppáhaldi hjá mér og ég meika ekki að koma í vinnuna á morgun með skottið á milli lappanna...Hún er gömul handaboltastelpa og hefur pottþétt séð leikinn og á eftir að drulla á mig á morgun...SHÆSE...

later


Danskur flensuskítur...

Ég var rekinn heim úr vinnunni í dag þar sem ég var farinn að gera alla brjálaða á hósti, hnerri og snýti. Meika ekki að vera kominn með asskotands flenskuskít. Búinn að gleyma hversu skelfilega vont það er en þetta ætti ekki að koma mér á óvart þar sem að hálf þjóðin er búinn að liggja í þessum vibba. En við erum núna nánast öll fjölskyldan heima að búa til servéttufjall, massa stuð. Maður fer að detta í það að fá sár í nefið og á öllum þessu sérvéttum og djöfull er það vont.

Þau eru alltaf jafn skemmtileg hádegin í vinnunni en í fyrsta lagi þá fáum við alveg svakalega góða mat alltaf sendan til okkar. Þetta er svona klassískur danskur matur, mikið af góðum kjúklingaréttum, pasta, frikadelur, mikið af góðum salötum og svo kjötréttir. En fyrir utan matinn þá eru það umræðurnar sem eru alltaf fjörugar og minnir mann alltaf á hversu ólíkt viðhorf íslendingar hafa en danir. Það var ein stelpa sem var að koma frá USA í vinnunni en við erum að vinna fyrir Covidien sem er mjög stórt Amerískt heilsufyrirtæki (gamla Tyco Healthcare). Hún var að tala um hversu grófur tollurinn er þarna og hversu svakalegar þessar biðraðir séu í öll þessi check. Við vorum öll auðvitað sammála þessu og ég fór að tala um greyið íslensku konuna sem var tekinn í NYC um daginn og skrifaði þessa frægu bloggfærslu um meðferðina sem hún fékk þarna. Það höfðu allir heyrt um þetta og blöskruðu auðvitað við þessa meðferð nema ein dönsk kona sem sagði; "henni var nær að brjóta lögin og vera 3 vikum lengur en mátti"...Þetta hefði enginn sagt nema danir....Hún sem sagt náði ekki pointinum með sögunni heldur fannst henni fáranleg hjá henni að vera að brjóta lögin.

Þessi sama kona kom með svipað komment þegar ég kvartaði yfir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur þegar ég var tekinn á 56 km hraða á vegi þar sem hámarkshraði er 50km. Ég fékk s.s. senda mynd af mér heim frá lögreglunni þar sem tekinn var mynd af mér á þessum ofsahraða, ég skil bara ekki hvernig þeir náðu svona góðri mynd af mér á slíkum hraða. En hún kom með kommentið; "hva, eruð þið ekki með hraðasektir á Íslandi?". Danir geta verið svo spes og anal með svona hluti...

Sá Kastljós í gær og hún var alveg svakalega sorglegt fréttin með systurnar og þennan sjúkdóm sem þær eru að glíma við. Alveg ótrúlegt hvað er lagt á sumt fólk. En fréttin var svakalega vel unnin og falleg og gaf manni gott innæi á þetta líf sem þær lifa.

En ég ætla að fara vinna á þessa pest ....Later, jhb

Vona annars að maður fari að hressast fljótlega úr flensunni....Hef ekki þolinmæði í þetta.

 


Lífið í Danaveldi...

Ég er nú búinn að vera í Kaupmannahöfn í 5 mánuði og hef haft mikinn áhuga á að bera saman lífið hér og á Íslandi. Hef ég einnig mjög gaman af því að skoða hegðun dana sem er mjög ólík Íslendingum og það hefur komið mér á óvart því að ég hélt að við skandinavar værum svo lík í hugsunarhætti. Gott dæmi um þetta er hvernig danir versla í matinn. Við höfum þá fyrir reglu á mínu heimili að fara ca. 1-2 í viku að versla í matinn og þá fyllum við matarkörfuna af mat sem á að duga í 3-4 daga í það minnsta og við þetta fæ ég alltaf bullandi samviskubit, því að við þetta stoppa ég alltaf röðina við kassan og fer þetta rosalega í taugarnar í dönum. Ég fór aðeins að spá betur í þessum pirring þeirra og þetta stafar af að verslunarvenjur dana eru þær að þeir fara greinilega mun oftar í búðina og versla þá í mesta lagi kannsk svona 10 vörur í einu. Það var einn fyrir framan mig um daginn að versla sér 1 bjór (hvað er það), mandarínur, tvær mjólkurfernur, eina peru og eitt sódavatn. Mér finnst þetta alveg magnað. Eftir þetta hef ég mjög gaman af því að skoða hvað þeir eru að versla hverju sinni :)...Orðið mjög weird áhugamál. Fór síðan að spá í þessu betur og sennilega gera þeir þetta vegna þess að þeir eru margir hverjir á hjóli og geta því ekki borið mikið í einu en einnig er þetta vegna þess að þetta er kannski miklu hagstæðara að fara oftar í búðuna og kaupa NÁKVÆMLEGA það sem vantar og sitja þá ekki uppi með ónýta dós af einhverju sem þarf að henda. Þeir eru svona hrikalega skipulagðir að það fer stundum útí öfgar.

Danir eru einnig alveg svakalega sérstakir þegar að kemur að umferðarmálum. Þeir fara eftir ÖLLUM reglum sem er auðvitað eins og það á að vera en þetta getur farið útí öfgar. Ef það er rauður karl á umferðarljósi þá fara þeir ALDREI yfir götuna. Ég var eitt sinn á ferð um miðnæti nálægt heimili mínu og það var gjörsamlga ENGINN bíll í sjónmáli og þá er ég að tala um næstu KM radíus. Þarna stóð herramaður og beið eftir græna karlinum eins og Palli er einn í heiminum. Ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri og labbað yfir og við þá hegðun mína blöskraði maðurinn og möldraði eitthvað bull en þeir eru vanir að láta í sér heyra þegar að þeir sjá einhvern "brjóta" lögin...Give me að break...Þetta getur farið mjög í taugarnar á mér en ég er farinn að hlæja að þessu og geri núna í því að pirra þá með þessu...Það er ekki hægt annað.

Ég get haldið áfram með mörg svona dæmi. Þeir eru svona kassalagaðir og unflexible með allt að það fer alveg útí öfgar og það getur verið svo pirrandi. Á meðan við íslendingar erum svo flexible og spontant í öllum sem við gerum. Það er allt hægt hjá okkur ef viljinn er fyrir hendi, þetta þekkja þeir ekki og það kannski útskýrir þá útrás íslendinga einmitt hér í Danmörku því að þeir sjá þetta ekki og þeim finnst alltaf flókið og erfitt eins og kannski þetta kerfi er hér. Mér finnst ótrúlegt hvað þetta er mikil pappírsþjóð miðað við að það er einungis 5 milljón manns sem búa hérna sem er nú ekkert svakalega mikið.

En ég kem með fleiri dæmi á næstunni sem ég hlæ oft yfir hér. Ætla nú ekki að spila út öllum trompunum mínum strax :) ....Svo að maður missi nú ekki lesendur á síðunni....þetta er langhlaup ekki spretthlaup ....Laterm JHB


Ameríka...

Jæja kominn með nýtt bloggsvæði sem mér sýnist vera betra en það sem ég var með áður. Þannig að árið er að byrja vel :).

En ég ætla að snúa mér að ferðasögunni. Vð fjölskyldan lögðum af stað frá Ameríku 2. janúar og vorum kominn til Kaupmannahafnar á hádegi þann 3. janúar eftir 16 daga yndislegt jólafrí. Langt og strangt ferðalag sem tók mikið á krakkanna og tímaklukkan er búinn að vera lengi að jafna sig á þessu. En ferðalagið gekk vel sem er nú fyrir öllu. Við stoppuðum í 1 og hálfan tíma í Leifstöð áður en við lögðum af stað til Köben og ég var ekki lengi að átta mig á því að ég var ekki lengur í $$$ landinu mikla þar sem maður leyfði sér nánast allt því maður var alltaf að græða pening. Stutt dæmisaga um verðlagið á Íslandi. Við keyptum okkur 2 kaffi Latte, 2 croissant, 2 vatnsflöskur og 2 svaladrykki og þetta kostaði 2.230 ISK á Kaffitár, ég ætlaði ekki að trúa þessu og viðbrögðin sem ég fékk frá afgreiðslustúlkunni var "Velkominn til Íslands" :). En nóg af þessum leiðindum.

Það var annars alveg svakalega gaman hjá okkur í Washington DC hjá foreldrum mínum. Krakkarnir mínir ekkert smá ánægð að sjá loksins afa og ömmu og við nutum þess í botn að vera hjá þeim enda er aðstaðan hjá þeim til fyrirmyndar. Þau búa alveg niðrí miðborg DC í æðislegri íbúð sem er nánast í göngufæri við allt það skemmtilega við borgin. Vorum til að mynda oft að labba niðrí Georgetown sem er æðislegt verslunar-og veitingahúsa hverfi í borginni. Einnig eru 14 og 15th street þarna rétt hjá með mörgum skemmtilegum húsgagnaverslunum og börum þarna og þar á meðal er Saint X sem er bar í eigu Íslendinga í borgina og var valin ein heitasti barinn í borginni þegar að ég bjó þara árið 2005. Mjög gaman að fara þangað inn í þó nokkuð marga drykki :)

Við stóðum okkur svakalega vel í verslunarferðunum því að gengi $$ er okkur að skapi þessa daganna. Síðan ofaná það byrjuðu útsölurnar þarna í kringum 21. des og það var ekki sökum að spyrja, við fórum á kostum og þræddum verslarnar alveg fram að jólum. Versluðum mikið en það sem stóð uppúr í kaupunum var ný geðveik Canon 20D myndavél sem er bara snilld, er að spá í að gerast meira en áhugaljósmyndari í kjölfarið, óska hér með eftir verkefnum. En síðan borðuðum við á æðislegum veitingahúsum sem vinur okkar hann Gus á og rekur í borginni og ber þá helst að nefna Arcadiana (http://www.acadianarestaurant.com) sem er Southern Louisiana veitingarhús og ég hvet alla þá sem fara til DC að fara þangað. Hann á einnig fleiri veitingastaði í borginni eins og Ceiba, Ten Penh og DC Cost sem eru allir topp klass veitingarhús með frábærum mat. Við notuðum tækifærið á meðan við vorum í borginni í að fara út að borða enda er þessi borg þekkt fyrir frábær veitingarhús. Jólin voru síðan með hefbundnu sniði. Pabbi var búinn að tryggja okkur Rjúpur og þær voru ljúffengnar eins og ávallt og síðan tók við 2 tíma pakkaveisla. Eftir það ákvað stór fjölskyldan að fara í Singstar keppni og þema þar var 80s tónlist og fór undirritaðir á kostum og tapaði einungis einum bardaga og móti Sunni frænku sinni...Það lag var með einum og háum tón fyrir mig...

Á milli jóla og nýárs fórum við að sjá NBA leik á milli Wizards vs Heat og það endaði með stórsigri Washington Wizards enda var lið Miami hálf vængbrotið. Ég og bróðir minn fórum síðan í stutta sólarhringsferð til New York og það var auðvitað bara magnað enda er þetta örugglega skemmtilegasta borg í heiminum. Vorum á hóteli niðrí SoHo og vorum mikið á röltinu og það er sama hvert maður fer á þessu svæði það eru öll kaffihúsin þarna og veitingastaðir alveg ótrúlega cool og mikil upplifun að koma á. Þetta er bara eins og að vera í litlu ævintýri. Allar þessar litli Boutique búðir útum allt og allt iðandi af lífi. Væri alveg til í að búa í NYC í einhver ár. Hittum þarna vin bróðir mins Snorra Sturlu sem er auglýsingaleikstjóri þarna í  borg og hann fór með okkur í þekkt og vinsælt Rússneskt / Tyrkneskt baðhús sem er vel yfir 100 ára gamalt. Sjá hér : http://www.russianturkishbaths.com/enter.html að fara hingað er ein skemmtilegasta upplifun sem ég hef orðið fyrir. Allt svo hrátt og cool eitthvað og manni líður alveg stórkostlega vel eftir 3ja tíma ísbað og gufubað dauðans þar sem hitinn fer uppí 80-90 gráður. Eftir þetta fórum við og fengum okkur núðlusúpu á minnsta veitingastað í NYC en sá besti. Hann er í sömu götu eða East 10th street og heitir Rai Rai Ken og tekur einungis 12 manns í sæti og maður þarf að labba meðfram veggnum til að komast á klósettið og það er alltaf röð útá götu til að komast þangað inn. Sjá hér: http://nymag.com/listings/restaurant/rai-rai-ken/. Þannig að ég mæli með því að allir fari í þessa gufu og síðan á núðlustaðinn, ég lofa að þú sefur eins og kleina um nóttina og feeling like a milljon bucks...

En jæja, nóg með ferðasöguna. Núna erum við aftur kominn til Kaupmannahafnar og við blásir kaldir tveir mánuðir en Janúar og Febrúar eru venjulega virkilega kaldir og súrir mánuðir hér en maður þarf bara að taka töflurnar sínar og harka þetta af sér :) :) ....Erum svon að reyna að komast aftur í rútinú og það er svona alveg að gerast. Það sem er framundan hjá okkur er: vinaheimsókn í enda janúar, íslandsferð í byrjun febrúar með vinnunni, reyna að standa sig í áramótarheitinu sem er að borða minna af mat og hollari mat kannski.

Læt heyra í mér vonandi fljótlega. Kann vel við mig á þessu Mogga bloggi.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband