Kastljósið í gær...Krísa hjá X-D í Rvk..

Mér fannst Sigmar vera alveg frábær í kastljósinu í gær þegar hann tók Vilhjálm og Dag í yfirheyrslu til sín. Þetta eru menn sem bera mikla ábyrgð á þessari ringulreið sem hefur átt sér stað í borginni undanfarna mánuði og mér fannst Sigmar vera duglegur að láta þá heyra það. Ég sá því miður ekki allt viðtalið við Vilhjálm en mér finnst alltaf vera hálf klaufalegur að svara fyrir sig, mjög hikandi og ósannfærandi. Dagur fannst mér hinsvegar koma á óvart. Hann svaraði vel fyrir sig og var góður í að útskýra aðdraganda málsins, fannst hann alla veganna koma betur frá þessu en Vilhjálmur.

Ég er sjálfur mikill sjálfstæðismaður en ég skammast mín fyrir hönd flokksins í borginni. Mér finnst þessi flétta með Frjálslyndum (Ólafi F) vera algjör tímaskekkja og lélegur leikur. Ótrúleg mistök að hafa ekki kannað baklandið hjá Frjálslyndum og talað við fleiri en Ólaf varðandi hugsanlegt samstarf. Þetta gerir það að verkum að í dag er þessi meirihluti ákaflega veikur og vægast sagt óvinnuhæfur að mínu mati.

Fyrstu mistökin hjá flokknum komu strax eftir kosningarnar með að fara í samstarf með Framsóknarflokknum eða Birni Inga sem var með ákaflega litið fylgi eða rúm 5% ef ég mann rétt. Síðan drulla þeir á sig varðandi vinnuna við REI sem er mál sem að ég þekki ekki nógu vel þar sem ég var fluttur erlendis. Sem sjálfstæðismaður finnst mér þessi vinnubrögð hjá flokknum í Reykjavík ekki lengur vera boðleg og núna ætti því stjórn flokksins að grípa inní og gera einhverja ráðstafanir því að þetta gengur ekki lengur að menn sé þarna að taka hverja ranga ákvörðunina á fætur annarri. Þeir eru að missa allan trúverðuleika hjá fólkinu í borginni. Mér finnst þetta ekki vera sami flokkurinn og sá sem starfar á landsvísu....Ég segi bara sem betur fer er maður fluttur til Kaupmannahöfn því ekki vildi ég vera á Íslandi eða Reykjavík og þurfa að horfa uppá þessa vitleysu....

 


mbl.is Töldu Margréti með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

viðbrögð flestra sjálfstæðismanna við þessu eru að verða til þess að flokkurinn vex í áliti hjá mér. þú getur ekki ímyndað þér hvað það er rosalegt!

halkatla, 23.1.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er sannarlega rétt hjá þér.... sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík kominn á lágt plan og eru að nota sér mannlegan harmleik

Jón Ingi Cæsarsson, 23.1.2008 kl. 09:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband