Ameríka...

Jæja kominn með nýtt bloggsvæði sem mér sýnist vera betra en það sem ég var með áður. Þannig að árið er að byrja vel :).

En ég ætla að snúa mér að ferðasögunni. Vð fjölskyldan lögðum af stað frá Ameríku 2. janúar og vorum kominn til Kaupmannahafnar á hádegi þann 3. janúar eftir 16 daga yndislegt jólafrí. Langt og strangt ferðalag sem tók mikið á krakkanna og tímaklukkan er búinn að vera lengi að jafna sig á þessu. En ferðalagið gekk vel sem er nú fyrir öllu. Við stoppuðum í 1 og hálfan tíma í Leifstöð áður en við lögðum af stað til Köben og ég var ekki lengi að átta mig á því að ég var ekki lengur í $$$ landinu mikla þar sem maður leyfði sér nánast allt því maður var alltaf að græða pening. Stutt dæmisaga um verðlagið á Íslandi. Við keyptum okkur 2 kaffi Latte, 2 croissant, 2 vatnsflöskur og 2 svaladrykki og þetta kostaði 2.230 ISK á Kaffitár, ég ætlaði ekki að trúa þessu og viðbrögðin sem ég fékk frá afgreiðslustúlkunni var "Velkominn til Íslands" :). En nóg af þessum leiðindum.

Það var annars alveg svakalega gaman hjá okkur í Washington DC hjá foreldrum mínum. Krakkarnir mínir ekkert smá ánægð að sjá loksins afa og ömmu og við nutum þess í botn að vera hjá þeim enda er aðstaðan hjá þeim til fyrirmyndar. Þau búa alveg niðrí miðborg DC í æðislegri íbúð sem er nánast í göngufæri við allt það skemmtilega við borgin. Vorum til að mynda oft að labba niðrí Georgetown sem er æðislegt verslunar-og veitingahúsa hverfi í borginni. Einnig eru 14 og 15th street þarna rétt hjá með mörgum skemmtilegum húsgagnaverslunum og börum þarna og þar á meðal er Saint X sem er bar í eigu Íslendinga í borgina og var valin ein heitasti barinn í borginni þegar að ég bjó þara árið 2005. Mjög gaman að fara þangað inn í þó nokkuð marga drykki :)

Við stóðum okkur svakalega vel í verslunarferðunum því að gengi $$ er okkur að skapi þessa daganna. Síðan ofaná það byrjuðu útsölurnar þarna í kringum 21. des og það var ekki sökum að spyrja, við fórum á kostum og þræddum verslarnar alveg fram að jólum. Versluðum mikið en það sem stóð uppúr í kaupunum var ný geðveik Canon 20D myndavél sem er bara snilld, er að spá í að gerast meira en áhugaljósmyndari í kjölfarið, óska hér með eftir verkefnum. En síðan borðuðum við á æðislegum veitingahúsum sem vinur okkar hann Gus á og rekur í borginni og ber þá helst að nefna Arcadiana (http://www.acadianarestaurant.com) sem er Southern Louisiana veitingarhús og ég hvet alla þá sem fara til DC að fara þangað. Hann á einnig fleiri veitingastaði í borginni eins og Ceiba, Ten Penh og DC Cost sem eru allir topp klass veitingarhús með frábærum mat. Við notuðum tækifærið á meðan við vorum í borginni í að fara út að borða enda er þessi borg þekkt fyrir frábær veitingarhús. Jólin voru síðan með hefbundnu sniði. Pabbi var búinn að tryggja okkur Rjúpur og þær voru ljúffengnar eins og ávallt og síðan tók við 2 tíma pakkaveisla. Eftir það ákvað stór fjölskyldan að fara í Singstar keppni og þema þar var 80s tónlist og fór undirritaðir á kostum og tapaði einungis einum bardaga og móti Sunni frænku sinni...Það lag var með einum og háum tón fyrir mig...

Á milli jóla og nýárs fórum við að sjá NBA leik á milli Wizards vs Heat og það endaði með stórsigri Washington Wizards enda var lið Miami hálf vængbrotið. Ég og bróðir minn fórum síðan í stutta sólarhringsferð til New York og það var auðvitað bara magnað enda er þetta örugglega skemmtilegasta borg í heiminum. Vorum á hóteli niðrí SoHo og vorum mikið á röltinu og það er sama hvert maður fer á þessu svæði það eru öll kaffihúsin þarna og veitingastaðir alveg ótrúlega cool og mikil upplifun að koma á. Þetta er bara eins og að vera í litlu ævintýri. Allar þessar litli Boutique búðir útum allt og allt iðandi af lífi. Væri alveg til í að búa í NYC í einhver ár. Hittum þarna vin bróðir mins Snorra Sturlu sem er auglýsingaleikstjóri þarna í  borg og hann fór með okkur í þekkt og vinsælt Rússneskt / Tyrkneskt baðhús sem er vel yfir 100 ára gamalt. Sjá hér : http://www.russianturkishbaths.com/enter.html að fara hingað er ein skemmtilegasta upplifun sem ég hef orðið fyrir. Allt svo hrátt og cool eitthvað og manni líður alveg stórkostlega vel eftir 3ja tíma ísbað og gufubað dauðans þar sem hitinn fer uppí 80-90 gráður. Eftir þetta fórum við og fengum okkur núðlusúpu á minnsta veitingastað í NYC en sá besti. Hann er í sömu götu eða East 10th street og heitir Rai Rai Ken og tekur einungis 12 manns í sæti og maður þarf að labba meðfram veggnum til að komast á klósettið og það er alltaf röð útá götu til að komast þangað inn. Sjá hér: http://nymag.com/listings/restaurant/rai-rai-ken/. Þannig að ég mæli með því að allir fari í þessa gufu og síðan á núðlustaðinn, ég lofa að þú sefur eins og kleina um nóttina og feeling like a milljon bucks...

En jæja, nóg með ferðasöguna. Núna erum við aftur kominn til Kaupmannahafnar og við blásir kaldir tveir mánuðir en Janúar og Febrúar eru venjulega virkilega kaldir og súrir mánuðir hér en maður þarf bara að taka töflurnar sínar og harka þetta af sér :) :) ....Erum svon að reyna að komast aftur í rútinú og það er svona alveg að gerast. Það sem er framundan hjá okkur er: vinaheimsókn í enda janúar, íslandsferð í byrjun febrúar með vinnunni, reyna að standa sig í áramótarheitinu sem er að borða minna af mat og hollari mat kannski.

Læt heyra í mér vonandi fljótlega. Kann vel við mig á þessu Mogga bloggi.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dude - bara einn eda tvo a Saint-Ex!!!!!!!!!

Jonas (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:27

2 identicon

blablabla jólakaka....Þetta kom vitlaust útúr mér, ég þakka ábendingu Jónas. Að sjálfsögðu átti þetta að vera í allaveganna 1 til 2 drykki :)....Maður er nú vanur því !!!

Jón Haukur (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 19:49

3 identicon

Já sæll já fínt

Þokkalega fín síða hjá þér vinur, þurfum við eitthvað að ræða þetta eða hvað ? Guggurnar verða vitlausar eftir að þær lesa boðskap þinn

Sorg yfir því að þú yfirgafst www.bloggar.is

Bix 

Birkir Holm Guðnason (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband