Danskur flensuskítur...

Ég var rekinn heim úr vinnunni í dag þar sem ég var farinn að gera alla brjálaða á hósti, hnerri og snýti. Meika ekki að vera kominn með asskotands flenskuskít. Búinn að gleyma hversu skelfilega vont það er en þetta ætti ekki að koma mér á óvart þar sem að hálf þjóðin er búinn að liggja í þessum vibba. En við erum núna nánast öll fjölskyldan heima að búa til servéttufjall, massa stuð. Maður fer að detta í það að fá sár í nefið og á öllum þessu sérvéttum og djöfull er það vont.

Þau eru alltaf jafn skemmtileg hádegin í vinnunni en í fyrsta lagi þá fáum við alveg svakalega góða mat alltaf sendan til okkar. Þetta er svona klassískur danskur matur, mikið af góðum kjúklingaréttum, pasta, frikadelur, mikið af góðum salötum og svo kjötréttir. En fyrir utan matinn þá eru það umræðurnar sem eru alltaf fjörugar og minnir mann alltaf á hversu ólíkt viðhorf íslendingar hafa en danir. Það var ein stelpa sem var að koma frá USA í vinnunni en við erum að vinna fyrir Covidien sem er mjög stórt Amerískt heilsufyrirtæki (gamla Tyco Healthcare). Hún var að tala um hversu grófur tollurinn er þarna og hversu svakalegar þessar biðraðir séu í öll þessi check. Við vorum öll auðvitað sammála þessu og ég fór að tala um greyið íslensku konuna sem var tekinn í NYC um daginn og skrifaði þessa frægu bloggfærslu um meðferðina sem hún fékk þarna. Það höfðu allir heyrt um þetta og blöskruðu auðvitað við þessa meðferð nema ein dönsk kona sem sagði; "henni var nær að brjóta lögin og vera 3 vikum lengur en mátti"...Þetta hefði enginn sagt nema danir....Hún sem sagt náði ekki pointinum með sögunni heldur fannst henni fáranleg hjá henni að vera að brjóta lögin.

Þessi sama kona kom með svipað komment þegar ég kvartaði yfir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur þegar ég var tekinn á 56 km hraða á vegi þar sem hámarkshraði er 50km. Ég fékk s.s. senda mynd af mér heim frá lögreglunni þar sem tekinn var mynd af mér á þessum ofsahraða, ég skil bara ekki hvernig þeir náðu svona góðri mynd af mér á slíkum hraða. En hún kom með kommentið; "hva, eruð þið ekki með hraðasektir á Íslandi?". Danir geta verið svo spes og anal með svona hluti...

Sá Kastljós í gær og hún var alveg svakalega sorglegt fréttin með systurnar og þennan sjúkdóm sem þær eru að glíma við. Alveg ótrúlegt hvað er lagt á sumt fólk. En fréttin var svakalega vel unnin og falleg og gaf manni gott innæi á þetta líf sem þær lifa.

En ég ætla að fara vinna á þessa pest ....Later, jhb

Vona annars að maður fari að hressast fljótlega úr flensunni....Hef ekki þolinmæði í þetta.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki nema von að þú komir aldrei með mér út í lunch ef þú tímir ekki að sleppa þessum ljúffenga hádegismat í vinnunni.

Farðu varlega í danska feitmetið, það er hættulegt

 BHG

Birkir Holm Guðnason (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband