10.1.2008 | 16:31
Lífið í Danaveldi...
Ég er nú búinn að vera í Kaupmannahöfn í 5 mánuði og hef haft mikinn áhuga á að bera saman lífið hér og á Íslandi. Hef ég einnig mjög gaman af því að skoða hegðun dana sem er mjög ólík Íslendingum og það hefur komið mér á óvart því að ég hélt að við skandinavar værum svo lík í hugsunarhætti. Gott dæmi um þetta er hvernig danir versla í matinn. Við höfum þá fyrir reglu á mínu heimili að fara ca. 1-2 í viku að versla í matinn og þá fyllum við matarkörfuna af mat sem á að duga í 3-4 daga í það minnsta og við þetta fæ ég alltaf bullandi samviskubit, því að við þetta stoppa ég alltaf röðina við kassan og fer þetta rosalega í taugarnar í dönum. Ég fór aðeins að spá betur í þessum pirring þeirra og þetta stafar af að verslunarvenjur dana eru þær að þeir fara greinilega mun oftar í búðina og versla þá í mesta lagi kannsk svona 10 vörur í einu. Það var einn fyrir framan mig um daginn að versla sér 1 bjór (hvað er það), mandarínur, tvær mjólkurfernur, eina peru og eitt sódavatn. Mér finnst þetta alveg magnað. Eftir þetta hef ég mjög gaman af því að skoða hvað þeir eru að versla hverju sinni :)...Orðið mjög weird áhugamál. Fór síðan að spá í þessu betur og sennilega gera þeir þetta vegna þess að þeir eru margir hverjir á hjóli og geta því ekki borið mikið í einu en einnig er þetta vegna þess að þetta er kannski miklu hagstæðara að fara oftar í búðuna og kaupa NÁKVÆMLEGA það sem vantar og sitja þá ekki uppi með ónýta dós af einhverju sem þarf að henda. Þeir eru svona hrikalega skipulagðir að það fer stundum útí öfgar.
Danir eru einnig alveg svakalega sérstakir þegar að kemur að umferðarmálum. Þeir fara eftir ÖLLUM reglum sem er auðvitað eins og það á að vera en þetta getur farið útí öfgar. Ef það er rauður karl á umferðarljósi þá fara þeir ALDREI yfir götuna. Ég var eitt sinn á ferð um miðnæti nálægt heimili mínu og það var gjörsamlga ENGINN bíll í sjónmáli og þá er ég að tala um næstu KM radíus. Þarna stóð herramaður og beið eftir græna karlinum eins og Palli er einn í heiminum. Ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri og labbað yfir og við þá hegðun mína blöskraði maðurinn og möldraði eitthvað bull en þeir eru vanir að láta í sér heyra þegar að þeir sjá einhvern "brjóta" lögin...Give me að break...Þetta getur farið mjög í taugarnar á mér en ég er farinn að hlæja að þessu og geri núna í því að pirra þá með þessu...Það er ekki hægt annað.
Ég get haldið áfram með mörg svona dæmi. Þeir eru svona kassalagaðir og unflexible með allt að það fer alveg útí öfgar og það getur verið svo pirrandi. Á meðan við íslendingar erum svo flexible og spontant í öllum sem við gerum. Það er allt hægt hjá okkur ef viljinn er fyrir hendi, þetta þekkja þeir ekki og það kannski útskýrir þá útrás íslendinga einmitt hér í Danmörku því að þeir sjá þetta ekki og þeim finnst alltaf flókið og erfitt eins og kannski þetta kerfi er hér. Mér finnst ótrúlegt hvað þetta er mikil pappírsþjóð miðað við að það er einungis 5 milljón manns sem búa hérna sem er nú ekkert svakalega mikið.
En ég kem með fleiri dæmi á næstunni sem ég hlæ oft yfir hér. Ætla nú ekki að spila út öllum trompunum mínum strax :) ....Svo að maður missi nú ekki lesendur á síðunni....þetta er langhlaup ekki spretthlaup ....Laterm JHB
Athugasemdir
ætli ég laumi ekki á nokkrum sögum líka, kannski fá þær að fljóta með í langhlaupinu...luv
Helga Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.