djúsing up...

Ég keypti mér algjört undratæki í síðustu viku. Þetta tæki hefur breytt lífi mínu á nokkrum dögum bara eins og fótanuddtækið gerði forðum daga. Við fórum í Magasin og sáum nýju djúsvélina frá Philips.  Þetta er ótrúlega cool vél eins og allt sem kemur frá Philips. Philips breytti algjörlega sinni ímynd fyrir ca. 5 árum síðan og komu með nýtt slogan sem er "Sense and Simplicity" og þeir innleiddu þessa strategíu á alla value línuna sínu. Takið eftir því að nýjar vörur frá Philips eru fáranlega einfaldar í notkun og oftast nær er bara einn takki fyrir allt. Það eina sem þú þarft að gera við þessa vél er að setja hvaða ávöxt sem er eða grænmet í vélina og út kemur safi. Brilliant..Þarft ekkert að skera þá í sundur eða hreinsa. Vélin sér um allt. Hérna er mynd af kvikindinu.

Juicer

Þessi vél fór ekki inní skáp eftir eitt skipti heldur er búinn að vera í stanlausri notkun í heila viku. I am juicing up like there is no tomorrow. Þessu fylgdi síðan DVD diskur með rosalega geðveikum manni sem heitir Jason Vale og er aðal djúsgúru heimsins en hann breytti algjörlega líferni sínu með því að drekka djús og borða grænmeti. Hann reykti áður 30 sigarettur á dag og lifði á skyndibita mat eins og margir bretar. Ég fer núna reglulega á síðuna hans www.juicemaster.com og næ í nýjar uppskriftir og ekki nóg með það, ég keypti bókina hans "Turbo-charge your life in 14 days" sjá hér:

Turbo_charge_your_life_in_14_days_150px

 Já, ég er svo sannarlega gengið af göflunum en núna er ég bara búinn að lifa á djús, fisk og grænmeti í 5 daga og mér líður fáranlega vel og ég tými bara ekki að hætta þessu. Hef aldrei verið léttari á mér, hleyp eins og vindurinn og armbeygjurnar orðnar auðveldari :). Ég hef alltaf verið svakalega þungur á morgnana bara alveg síðan að ég mann eftir mér en þessa daganna glaðvakna ég án þess að þurfa að kúra í 50 mín, ekki að það sé slæmt að kúra.

Ég fór út í morgun og hljóp 6 km og það var alveg geggjað í nettri rigningu. Kom heim og bjó til magnaða drykk sem heitir "Mean, Green Wake-up Machine" í þessum drykk eru fleiri vítamín og næringarefni en margir innbyrða á viku að mati geðsjúklingsins Jason Vale. Þetta inniheldur:

  • Hálf gúrka1 stk selerí
  • 1 bolli af spínati
  • 6 græn epli
  • hálft lime
  • engifer

Þessu er dúndrað í vélina, sett í glas og síðan með fullt af klökum. Alveg MAGNAÐ shit og maður er búinn að hafa þetta í maganum á sér núna í 5 klst og finnur maður varla fyrir hungri. Ætla samt núna að fá mér fiskisúpuna sem ég eldaði í gær. Svona ætla ég að lifa næstu 14 daga og sjá hvort að Jason Vale sé maðurinn....En sem komið er finnst mér þetta vera algjör fucking snilld og líður mér afskaplega vel. Alltaf verið með smá maga vesen en það heyrir söguna til, vona ég í það minnsta.

Playlistinn á I-podinum mínum í hlaupinu í morgun var:

  • The Funeral - Arcade Fire,
  • Get It Together - Beastie Boys
  • Think Im in Love - Beck
  • Strange Apparition - Beck
  • Rebel Yell - Billy Idol
  • She Talks to Angels - The Black Crowes
  • So Here We Are - Bloc Party
  • Melody of Certain Three - Blonde Redhead
  • Strange Form of Life - Bonnie "Prince" Billy
  • Vacuum Boots - The Brian Jonestown Massacre
  • In Your Mind - Built To Spill
  • Our Life Is Not A Movie Or Maybe - Okkervil River
  • Blackened Blue Eyes - The Charlatans
  • We Used To Vacation - Cold War Kids
  • Coconut Skins - Damien Rice
  • Rebel Rebel - David Bowie
  • Strict Machine - Goldfrapp
  • We Haven´t Turned Around - Gomez 

kveðja,

Nonni geðveiki... :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég fékk nú bara vatn í munninn við að lesa um allan girnilega holla djúsinn ! Nú læt ég til skarar skríða og fer og kaupi svona græju- hef látið mig dreyma um hana í nokkuð marga mánuði... Fæ samviskubit að hugsa hvað ég hef eytt mörgum þúsundköllum í að láta stelpurnar í Laugum búa til svona djús fyrir mig !!

Ása Björg (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband