21.10.2008 | 15:59
Hrikalegt !
Þetta er alveg svakalegt sorglegt fyrir allt þetta fólk sem Bauhaus er búið að vera að ráða til sín uppá síðkastið. Ég veit um svo mikið af fólki sem var í góðum vinnum hjá samkeppnisaðila Bauhaus sem núna er bara komið á götuna án þess að hafa nokkurn tíma unnið hjá fyrirtækinu...
Hef reyndar aldrei skilið þessa ákvörðun Bauhaus að koma til Íslands og opna risaverslun á þessari staðsetningu sem höfða átti aðallega til einstaklinga i stað verktaka. Var ekki samkeppnin alveg nógu mikil fyrir á þessum markaði ? Það var alla veganna mín reynsla eftir að hafa starfað i þessum bransa. Ótrúleg ákvörðunartaka þeirra hefur núna kostað fyrirtæki fáranlega mikla pening sem þeir munu aldrei fá tilbaka.
Þessir Þjóðverjar ekki eins skynsamir og maður hefði haldið.
![]() |
Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.