4.10.2008 | 20:53
Hrikalega falleg knattspyrna...
Ég er hérna að glápa á þennan leik og ég held að þetta sé besti og skemmtilegasti fyrri hálfleikur sem ég hef horft á í knattspyrnu EVER...Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Þessi frammistaða minnir mann mjög á lið Ajax á árinum 1992-1995. Þetta er þessi einna snertinga bolti, pressað frammarlega á völlinn og allir á hreyfingu útum allan völl. Staðan er 5-1 í hálfleik en 8-1 hefði verið sanngjarnt. Messi búinn að fara gjörsamlega á kostum og boltinn örugglega búinn að hafna 3 í tréverkinu hjá Madrid mönnum. Mjög gaman að sjá til Eiðs Smára sem er MJÖG hreyfanlegur og ekki að gera þetta flókið.
Rosalega hlakkar mig til að sjá seinni hálfleikinn.....
Eiður á blaði í stórsigri Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Jón Haukur. Þessi tegund af knattspyrnu hefur verið kölluð heildarfótbolti og upphafsmaður hennar er Rinus Michaels. Sá þjálfaði m.a. silfurlið Hollendinga 1974. Eiður Smári smellpassar inn í þessa tegund fótboltans. Ein mesta andstæða þessarar tegundar fótbolta var spiluð í sumar hjá ónefndu liði í 1 deildinni. Um leið og varnarmaður, eða tengiliður nálgaðist boltann áttu þeir að negla boltanum eins langt fram og hægt var og eins hátt og mögulegt var. Á sama tíma jóðlaði Júgóslavneskur senter liðsins vögguvísur úr varnarliðum mótherjanna til mikillar hrellingar. Í sex skipti ærðust varnarmennirnir og júkkinn náði að skora. Ekki er vitað til þess að júkkinn hafi nokkru sinni spilað fótbolta í heimalandi sínu. Hann hefur nú verið seldur út aftur og er notaður til þess að halda frá varúlfum og óæskilegu fiðurfé í fjallahéraum Júgóslavíu.
Með þessum leiðindum komst liðið milli deilda. Einhverjir vildu frekar að félagið spilaði heildarbolta.
Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 00:09
Prófaðu þýska boltann. Þar geta allir unnið alla. ... þar vinna reyndar allir alla. Spænski, enski, ítalski. rugl...veist alltaf hver vinnur fyrirfram. geisp... Kv...
Eiríkur Sturla (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 02:29
Rinus Michels er að sönnu faðir "Total voetbal" eins og hugtakið heitir á móðurmáli Michels, en ekki má gleyma að hann þjálfaði einnig gullverðlaunalið Hollands á EM 1988, þegar Marco Van Basten skoraði mark 20. aldarinnar í úrslitaleiknum gegn Rússum. Good times.
Jón Agnar Ólason, 5.10.2008 kl. 18:10
sæll nonni. þetta var bilað og hrikalega skemmtilegt. en þú getur samt séð þetta gerast reglulega ef þú horfir á arsenal spila :-).
áfram stjarnan
þórómar
Þór Ómar Jónsson, 17.10.2008 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.