Hrikalega falleg knattspyrna...

Ég er hérna að glápa á þennan leik og ég held að þetta sé besti og skemmtilegasti fyrri hálfleikur sem ég hef horft á í knattspyrnu EVER...Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Þessi frammistaða minnir mann mjög á lið Ajax á árinum 1992-1995. Þetta er þessi einna snertinga bolti, pressað frammarlega á völlinn og allir á hreyfingu útum allan völl. Staðan er 5-1 í hálfleik en 8-1 hefði verið sanngjarnt. Messi búinn að fara gjörsamlega á kostum og boltinn örugglega búinn að hafna 3 í tréverkinu hjá Madrid mönnum. Mjög gaman að sjá til Eiðs Smára sem er MJÖG hreyfanlegur og ekki að gera þetta flókið.

Rosalega hlakkar mig til að sjá seinni hálfleikinn.....


mbl.is Eiður á blaði í stórsigri Barcelona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Jón Haukur. Þessi tegund af knattspyrnu hefur verið kölluð heildarfótbolti og upphafsmaður hennar er Rinus Michaels. Sá þjálfaði m.a. silfurlið  Hollendinga 1974. Eiður Smári smellpassar inn í þessa tegund fótboltans. Ein mesta andstæða þessarar tegundar fótbolta var spiluð í sumar hjá ónefndu liði í 1 deildinni. Um leið og varnarmaður, eða tengiliður nálgaðist boltann áttu þeir að negla boltanum eins langt fram og hægt var og eins hátt og mögulegt var. Á sama tíma jóðlaði Júgóslavneskur senter liðsins vögguvísur úr varnarliðum mótherjanna til mikillar hrellingar. Í sex skipti ærðust varnarmennirnir og júkkinn náði að skora. Ekki er vitað til þess að júkkinn hafi nokkru sinni spilað fótbolta í heimalandi sínu. Hann hefur nú verið seldur út aftur og er notaður til þess að halda frá varúlfum og óæskilegu fiðurfé í fjallahéraum Júgóslavíu.

Með þessum leiðindum komst liðið milli deilda. Einhverjir vildu frekar að félagið spilaði heildarbolta.  

Sigurður Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 00:09

2 identicon

Prófaðu þýska boltann. Þar geta allir unnið alla. ... þar vinna reyndar allir alla. Spænski, enski, ítalski. rugl...veist alltaf hver vinnur fyrirfram. geisp... Kv...

Eiríkur Sturla (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 02:29

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Rinus Michels er að sönnu faðir "Total voetbal" eins og hugtakið heitir á móðurmáli Michels, en ekki má gleyma að hann þjálfaði einnig gullverðlaunalið Hollands á EM 1988, þegar Marco Van Basten skoraði mark 20. aldarinnar í úrslitaleiknum gegn Rússum. Good times.

Jón Agnar Ólason, 5.10.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

sæll nonni. þetta var bilað og hrikalega skemmtilegt. en þú getur samt séð þetta gerast reglulega ef þú horfir á arsenal spila :-).

áfram stjarnan

þórómar

Þór Ómar Jónsson, 17.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband