Jæja...

Það gengur eiginlega ekki að hafa þennan fimmaura brandara minn þarna sem efsta blogg lengur. Þarf eiginlega að skrifa bara eitthvað til þess að hún sígi aðeins niðar á listann minn :) ...

En ég er búinn að vera í fríi frá þessu bloggi í allt sumar og er svona að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að halda áfram. Ætla alla veganna að gefa þessu smá séns til að byrja með.

Sumarið og eiginlega allt þetta ár er búið að vera alveg stórkostlegt í alla staði fyrir mig og mína  fjölskyldu. Ég hætti í vinnunni minni hérna í DK um 1. mars og fór að ferðast aðeins um heiminn eins og ég hef aðeins komið inná hérna á blogginu. Þann 1. júlí síðastliðinn fékk ég síðan atvinnutilboð sem mér fannst alveg hrikalega spennand og fyrir vikið erum við fjölskyldan að flytja heim til Íslands núna eftir viku. Við flytjum aftur inní yndislegu íbúðina okkar í Garðabæinn og okkur hlakkar alveg svakalega mikið til. Þetta rúmlega ár er búið að vera alveg stórkostlegt í DK. Okkur hefur liðið alveg rosaleg vel og börnunum líkað afskaplega vel í skólunum sínum. Danir mega eiga það að skólarnir hjá þeim eru til fyrirmyndir og það sem gert er fyrir börnin hér er mjög metnaðarfull. Stíf dagskrá alla daga, mikið um ferðalög og kreatíf verkefni alltaf í gangi. Danir eru hinsvegar mjöööööög sérstakir og ég myndi aldrei venjast þeim frekar en aðrir íslendingar sem ég þekki hér.

En héðan mun ég taka með mér góða reynslu inní lífið og ég þakka fyrir þann tíma sem við höfum átt hérna. Það sem maður tekur með sér héðan er aðallega þessi kúnst að vera nægjusamur og átt sig almennilega á hvað er það sem veitir manni mestu hamingju í lífinu. Allt hér í DK er í góðu tempói og menn kunna að forgangsraða, sá eiginleiki finnst mér flottur.

En í annað. Sú tónlist sem ég hef verið að hlusta mikið á síðustu daga er hljómsveitin The National. Mig minnir að þeir hafi komið á Airwaves fyrir einhverjum árum en platan þeirra Boxer er alveg brilliant en ég ætla að sjá þá á tónleikum hér 12. ágúst. Síðan hef ég verið að hlusta á nýju frábæru plötu Sigurrósar. En sú plata sem er mest á heimilinu þessa daganna er platan hennar Duffy, Rockferry. Meiriháttar plata og er rödd hennar mögnuð, mikil sál í þessari manneskju. Mér finnst hljómur hennar mun betri en Amy Winehouse.

Hef síðan verið að leita að nýju stöffi á I-tunes og fundið fullt af flottum böndum þaðan. Nýja bandið hans Zack De La Rocha, One Day as A Lion er mjög fínt en með honum þar er Jon Theodore gamli trommarinn úr Mars Volta, powerful band eins og þeim er von og vísa. Nýja platan hans Beck vinnur á en þar er hann enn eina ferðina að prufa með nýja hljóma. Band sem heitir The Thing Things finnst mér líka frábært. Þetta er svona það helsta sem ég hef verið að hlusta á.

Fótbolti: Loksins er Martin O Neill vaknaður og farinn að kaupa inn leikmenn til klúbbsins. Líst mjög vel á bæði Nicky Shore og Luke Young þó svo að mér finnist verðið á Luke Young heldur hátt. Svo er hann auðvitað einnig keypt Steve Sidwell sem mér finnst frábær kaup. Núna vantar bara creative midfielder og annan sterkan striker þá getum við farið að tala um raunhæfa möguleika á að tækla 4-5 sætið við Tottenham og Arsenal. En að mínum mati munu Man.U, Chelsea og Liverpool gera harða atlögu að titlinum. Trúi ekki öðru en Liverpool rífi sig upp í deildinni og fókuseri á hana.

Er hundfúll að missa af mínum mönnum í Villa á Íslandi en ég kem daginn eftir til Íslands. Af hverju í andskotanum þurfti FH-ingar að breyta þessari niðurröðun sem var dregið í. Rosalega var ég fúll. EN ég sá Villa einmitt spila á móti Valsmönnum 1982 þá 6 ára gamall og þá varð ég VILLA FAN...Enda unnum við Evrópukeppnina það ár. Næstu ár fór ég síðan oft á Villa Park með Pabba og Henson á leiki með þeim. Oft spurður, af hverju helduru með Villa en þetta er ástæðan :)

 Jæja, komið gott í bili. Reyni að vera meira aktífur...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband