Cruising in LA & Coachella prógram...

Í gær eyddi ég deginum í Los Angeles að krúsa um borgina á bílaleigubíll sem ég leigði mér enda ekki hægt að eyða deginum hér nema að vera á bíl því að almenningssamgöngur eru skelfilegar hér. Borgin er auvðitað mjög stór en líka mjög dreifð um mörg ólík hverfi. Ég get líka ímyndað mér að það sé erfitt að skipuleggja lestarkerfi í borg sem er á miklu jarðskjálftarsvæði.

Ég keyrði frá Hollywood og tók Santa Monica Boulevard alveg niðrá strönd og eyddi góðum tíma þar enda ákaflega fallegt svæði. Þaðan fór ég útá LAX þar sem að mútta var að fara heim til DC. Í bakaleiðinni keyrði ég í gegnum Downtown LA, til Pasadena og þaðan heim. Villtist aðeins á leiðinni heim og var kominn til Griffin Park sem var bara af hinu góða enda virkilega fallegt svæði. En þrátt fyrir þessa miklu bílamergð sem er hér þá finnst mér mjög gaman að keyra í þessari borg enda finnst mér hún falleg með öll þessi flottu fjöll sem umkringja borgina. Ég datt í þvílíkan gír þegar ég keyrði með opinn gluggan, horfði á sólina setjast með Beastie Boys í botni í græjunum - þá fannst mér ég loksins vera kominn til LA :)....

Í dag fór ég í vinnu með bróðir minum en við vorum að ganga frá stóru production setti af auglýsingu sem þeir voru að skjóta fyrir drykk sem heitir Mike´s Lemonade og er svona Bacardi Breezer drykkur. Þetta var ákaflega skemmtileg vinna með virkilega skemmtilegu fólki. Kynntist skemmtilegum strák sem er frá Nígeríu og búinn að búa hérna í 8 ár. Hann hefur það mjög gott hérna og sendir reglulega pening til Nígeríu til fjölskyldunar. Við fórum einmitt saman í langan bíltúr í dag til að skila probsi og þar talaði hann lengi við pabba sinn, sem hefur aldrei farið frá Nígeríu, en hann var að bíða eftir pening frá kappanum. Hann var einmitt á leiðinni að senda 300$ til þeirra og það er engin smá peningur fyrir fjölskylduna hans í Nígeríu. Ótrúlega magnað að heyra hann tala um ástandið í Nígeríu en það sem sló mig mest var þessi spilling sem er þarna. Til þess að fá Vísa útúr landinu þarf venjulega að greiða í kringum 20.000$ sem auðvitað enginn hefur efni á. Þeir sem fá Vísa áritun þarna er fólk með sambönd við einhverja pólítíkusa, ríkt fólk eða fólk með hæfileika í íþróttum. Þess vegna er svona gríðarlega mikill áhugi t.d. á fótbolta í landinu og allir að spila til að komast í burtu. Hann sjálfur komst einmitt í burtu vegna íþróttahæfileika sinna en hann var gríðarlegt efni í fótbolta. Hann meiddist fyrir nokkrum árum síðan en það er búinn að bjóða honum að koma á trial hjá Galaxy næsta haust og það verður gaman að fylgjast með honum. Við erum síðan búnir að ákveða að stofna fyrirtæki saman, umboðsskrifstofu fyrir knattspyrnumenn í Evrópu og USA :). Við töluðum saman í allan dag um knattspyrnu og hann er svona knattspyrnunörd eins og ég fullur af fáranlegum upplýsingum um knattspyrnumenn. Hann t.d. elskar Emil Hallfreðsson :) ....Okkur fannst við smellpassa saman í company. Hann með reynslu og sambönd í Afríku og ég í Norður- Evrópu...Kannski ekki vitlaust ...

Á morgun leggjum við svo af stað til Coachella í Palm Springs. Shitturinn titturinn hvað þetta verður gaman. Bróðir minn var að fá slúður í dag frá einum félaga sínum sem vinnur í músíkbransanum hér. Sá maður er með áreiðinlegar heimildir fyrir því að LED ZEPPELIN munu koma sem óvæntir gestir annað kvöld og spila á aðalsviði Coachella....Það er nefnilega eyða á stóra sviðinu milli 10-11 þannig að þetta gæti verið rétt....OH MY GOD...Ef þetta reynist rétt mun ég ekki getað sofið næstu daga á eftir...MAN, hvað mig hlakkar til ...

En prógram mitt á hátíðinni og must see acts eru:

Föstudagur (maður verður á hlaupum þann daginn):

4.25 Architecture in Helsinki
5.00 The Breeders
5.50 Múm
7.10 Goldfrapp
7.30 Raconteurs
8.00 Aphex Twin
9.00 The Verve
10.00 LED ZEPPELINE ----- I HOPE
10.45 Fatboy Slim

Laugardagur:

2.20 Dredg
3.40 MGMT
4.00 Cold War Kids
6.10 Hot Chips
7.10 Death Cap For Cutie
7.50 Kraftwerk
9.15 Portishead
10.45 Prince

Sunnudagur:

6.10 Spiritualized
7.00 My Morning Jacket
8.30 Roger Waters playing Dark Side Of The Moon.

Á milli atriða þá verð ég bara að chilla við laugina á Palm Canyon Spa & Resort hótelinu sem er rétt hjá svæðinu. Þetta verður magnað. Ég mun vera með myndavélina á fullu og vera með ítarlega umfjöllun þegar ég kem tilbaka..

Endilega að koma með comment, það er gaman...

Kveðja í bili,

jhb


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Helvíti er flott line-up á Coachella í ár?! Fullt af can't-miss böndum þarna á ferð. Kraftwerk sá ég í Kaplakrika (sem er fyndið) árið 2004 og þeir voru geðveikislega flottir.

Þú verður endilega að reporta hvernig Portishead standa sig; ég er að fara með frúnni til París að sjá þau þann 6. maí og hlakka sjúklega til. Platan þeirra, Third, kemur út á mánudaginn og hún er rosaleg - ég er búinn að vera að hlusta á hana síðan í byrjun mars, enda með sambönd í bransanum

Hlakka til að lesa meira um festivalið hjá þér.

JA. 

Jón Agnar Ólason, 26.4.2008 kl. 00:38

2 identicon

vá hvað er steikt að vera Nígeríumaður, búandi í LA og elska mann sem heitir Emil Hallfreðsson !

góða skemmtun... !

Ása (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:29

3 identicon

Skítt með kraftwerk, skítt með portishead, The Verve er að spila og kannski Led Zeppelin, allt annað er algjört aukaatriði.....

Áfram FH, það þekkja allir í Afríku leikmennina í FH eftir að Gatli var með skiptinemann frá Ghana hjá sér í heilt ár...Emil Hallfreðsson og Auðunn Helga eru bara aðalmennirnir í Nígeríu...hehehe

 koma svo og svo

Gaui Stykki (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband