Kemur á óvart...

Ég verð að segja eins og er að þetta kemur manni alls ekki á óvart. Þessi blessaðir flugmenn eru orðnir miklu erfiðar en kennarar nokkurn tíma voru í samningsviðræðum. Ég veit satt að segja ekki mikið um þessar viðræður og veit ekki hvað þeir eru að fara fram á. En ég mann í kjarasamningarviðræðum árið 2003 eða 2004 þá var nánast allt samþykkt sem þeir fóru fram á, meir að segja fengu allir fartölvurnar sínar, internet og síma á kostnað félagsins. Og núna eru þeir eflaust að fara fram á enn meiri hækkun og eru að hóta verkfalli...Ég spyr bara, HVAÐA GAGN MUN ÞAÐ GERA ???

Það mun ekki gera neitt annað en að skaða félagið alveg gríðarlega og jafnvel svo mikið að þeir þurfa að fara finna sér aðra vinnu og hún mun ekki vera á Íslandi því að þá yrði ekkert flugfélag til á Íslandi sem væri með Íslenska flugmenn. Finnst ekkert skrítið þegar að stjórnarmaður félagsins talar um á aðalfundinum að það komi vel til greina að vera bara með erlent crew um borð eins og gert er hjá samkeppninni. Það er alla veganna enginn sem virðir það við þetta góða gamalgróna Íslenska félag að þeir eru einungis með Íslenskt starfsfólk um borð í vélunum sínum.

Kæru flugmenn, sýnið nú í verki að ykkur þykir meira vænt um félagið sem skapar ykkur atvinnutækifæri á Íslandi og gleymið græðginni AÐEINS, please....

Það mun reyna alveg gríðarlega mikið á þessum flugfélögum á Íslandi á þessum erfiða tíma. Heimamarkaður félaganna hefur verið þeim afskaplega góður undanfarin ár en nú þegar krónan er að veikjast svona mikið þá á það eftir að breytast. Og núna þarf Icelandair bara að stíga á bremsuna í þessum samningsviðræðum og flugmenn verða bara að skilja það og taka á sig högg ef högg skildi kalla. Ég meina olíutunnan er kominn í 111 dollara að mig minnir...


mbl.is Flugmenn undirbúa verkfallsboðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessu er varla svara vert!! Síðasti kjarasamningur flugmanna var ekki betri en það að rúm 20% vantar upp á að þeir hafi fylgt launavísitölu í landinu. Það eru 11 ár síðan flugmenn fóru í verkfall síðast. Veit ekki betur en að flest allir grunnskólakennarar séu með fartölvur og nettengingu auk þess sem að ég veit ekki betur en að félagið fór fram á tölvuvæðingu starfsmanna til að spara sér kostnað í útgáfu handbóka og í þjálfunarmálum. Að sjálfsögðu þykir Icelandair mönnum vænt um félagið sitt en eðlileg kjaraþróun er það minnsta sem hægt er að fara fram á.

Sölvi (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 10:52

2 identicon

Sammála Sölva. Eðli starfsins samkvæmt eru flugmenn mikið erlendis...er þá eitthvað óeðlilegt við það þeim sé gert auðvelt fyrir að vera í góðu net- og símasambandi, auk þess sem þeir nota fartölvurnar við vinnu sína (við ýmsa útreikninga auk handbóka sem geymdar eru á tölvutæku formi og spara þannig pappír eins og Sölvi benti á)?

Þau eru nú ófá fyrirtækin sem útvega starfsfólki sínu fartölvur og síma, það tíðkast jafnvel hjá bæjarfélögum! Svo er nú einmitt lágmark að laun fylgi launavísitölu.

Reyndar held ég að mörgum finnist það gott að hafa íslenska flugmenn við stjörnvölinn þar sem þjálfun þeirra er mjög góð og þeir alvanir hinu mesta veðravíti.

Anna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:12

3 identicon

Sælir,

Er það eitthvað fagnaðarefni að þeir hafi ekki farið í verkfall í 11 ár ?? Ég var síðan ekkert að setja út tölvurnar né annað en ég veit ekki betur en allt hafi verið samþykkt síðast. Á samt bátt með að trú að það hafi vantað 20% uppá að fylgja launavísitölu í landinu. Finnst byrjunarlaunin þarna vera nokkuð há. En þú ert greinilega flugmaður og veist þetta betur en ég. Aðal útgangspunkturinn hjá mér í þessu er að verkfall mun ekki leysa neitt, heldur koma félaginu í gríðarleg vandræði. En auðvitað þarf þetta bara að leysa sem fyrst en manni blöskrar svona yfirlýsingar og manni finnst þessi pæling með erlend vinnuafl alltaf hljóma betur fjárhagslega fyrir félagið en að standa í þessu ár eftir ár...

Jón Haukur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:13

4 identicon

Er ekki einkennilegt að tala um að félagið þurfi að standa í þessu ár eftir ár og svo að tala um að það það hafi ekki verið farið í verkfall í 11 ár? Í hverju er þá félagið búið að standa í? segir að þú vitir ekki hvað er verið að fara fram á en samt skuli menn ekki gleyma sér í græðginni. Kannski er það fyrirtækið sem er gráðugt en ekki strafsmenn? Ég veit það ekki, en þú virðist vera viss. Ég man þó að síðast forstjóri labbaði út með um 60 milljónir, ég man ekki hvað hinir tveir fengu sem voru á undan, en það voru hundruðir milljóna.

Svo ég spyr: Hvar liggur græðgin?

Benni (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:35

5 identicon

Flugmenn eru ekki með frían síma frá félaginu. Þeir eru með frítt internet heima hjá sér því þeir þurfa að uppfæra ýmislegt í fartölvum félagsins áður en þeir fara í flug....með tölvurnar sem eru VINNUTÖLVUR og fylgja þeim í fluginu. Þeir eru ekki einu sinni í fríu netsambandi (hvað þá símasambandi!!!) þegar þeir eru erlendis, en stundum er reyndar frítt internet á öllu hótelinu og þá geta þeir notfært sér það eins og aðrir hótelgestir. Þeir eru í burtu á öllum tímum, fara iðulega í verkefni og eru þá í langan tíma í einu í burtu að heiman og vinna þeirra fellur ekki vel að fjölskyldulífi. Þrátt fyrir þetta eru byrjunarlaun viðskiptafræðinga í bönkum í mörgum tilfellum álíka eða hærri. Í sambandi við kennara....don´t even get me started. Farðu bara að vinna í skóla með 200.000 á mánuði (ég hef prófað það) og tjáðu þig svo!

Hulda Signý Gylfadóttir (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:45

6 identicon

Hvað eru há byrjunarlaun? Miðað við hvað?

Anna (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 11:45

7 Smámynd: corvus corax

Það er nú lágmarks kurteisi að borga flugmönnum almennileg laun, t.d. svipuð laun og framhaldsskólakennarar fá eftir margra ára háskólanám. Meðal-heildarlaun framhaldsskólakennara voru skv. upplýsingum í sjónvarpsfréttunum um daginn eitthvað um 400 þús. krónur í heildar-mánaðartekjur. Mér finnst það alveg mátulega rausnarlegt handa flugmönnum og greiða þeim síðan vel fyrir fjarvistir að heiman. Það mætti kannski líka útvega þeim sjómannaafslátt af sköttum og kalla það flugmannaafslátt. Ekki trúi ég að þeir telji sig eiga að fá meira en annað langskólagengið fólk. Og varðandi ábyrgð þeirra er hún svipuð og hjá rútubílstjórum nema yfirleitt er hausafjöldinn meiri hjá flugmönnum en fjárhagsleg ábyrgð engin á rándýrum flugvélum því allt er þetta vel tryggt hjá tryggingafélögum og ekki man ég dæmi þess að flugmenn hafi verið látnir borga skemmdir á farartækjum sínum ef þeir rekast utan í eitthvað eða krassa þeim á annan hátt. Sem sagt; flugmenn eiga að hafa almennileg laun, alla vega ekki minna en framhaldsskólakennarar!

corvus corax, 11.4.2008 kl. 12:12

8 identicon

Já, þetta er merkileg umræða. En ég tilheyri nú þessum hóp sem ákvað að undirbúa verkfall í gærkvöldi. Það er nú bara einu sinni svo að ég er að jafnaði um 250 til 300 tíma í burtu frá heimilinu á mánuði á vegum vinnunar minnar. Síðan ég byrjaði sem flugmaður að þá hefur sú tala ekki minnkað, frekar aukist ef eitthvað er. Ég fæ skert sumarfrí, ég fæ eitt helgarfrí í mánuði og svo er vinnuveitandanum (Icelandair) algjörlega í sjálfsvald sett hvað hann gerir við mitt líf þess utan nema hvað að hann þarf að láta mig hafa 9 frídaga að vetri og 8 að sumri. Þetta er alls ekki slæmt starf og eru flugmenn mjög tryggir starfsmenn svona upp til hópa og eru langflestir ánægðir með sitt starf. Hinsvegar hafa laun okkar ekki fylgt launavísitölu og hvað þá verðbólgu og þegar okkur er boðinn 3 ára samningur, 0% launahækkun og svo það að við þurfum að fylgja endurskoðunarákvæðum ASÍ og SA án þess að hafa nokkuð um það að segja að þá er okkur fárra kosta völ en að hefja þennan undirbúning. Bara sú endurskoðun tryggir að við fáum ekki neitt því fæstir flugmanna fá einhverjar "bætur" (eða hvaða nafni sem þær nefnast) frá ríkinu. Sú endurskoðun yrði alltaf í formi framlags frá ríkinu.

Svo er ein spurning sem mig langar að spyrja og hún er: Villt þú fljúga með flugmönnum sem eru í fjárhagserfiðleikum? Ég bara spyr?

Björn (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 12:57

9 identicon

Ég þakka fyrir öll commentið, gaman af þessu. Þetta er nú það sem er skemmtilegt við bloggið. Ég las þessa frétt og varð strax hneykslaður á framkomu flugmanna. Það sem fór mest í taugarnar á mér er að á meðan félagið er að glíma við niðurskurð og hagræða í rekstrinum hjá sér þá les maður að flugmenn séu að fara í verkfall - þetta fór í mig.

En hér hafa komið góð og gild comment sem eiga alveg rök fyrir sér. Greinilegt að flugmenn njóta fylgi í þessari umræðu en mér finnst umræðan hinsvegar orðinn kjánaleg þegar við erum farinn að vorkenni þeim útaf starfinu sem þeir eru að vinna og hversu lengi þeir eru í burtu að heiman. Þetta er nú atvinnan sem þeir völdu sér með öllu því góða og slæma sem því fylgir. Er síðan ekk yfirvinna í þessu starfi ef þú ferð yfir ákveðinn fjölda, það hlýtur að vera.

Hvar er græðgin? Kannski er græðgi ekki rétta orðið sem ég notaði en mér finnst tímasetningin og viljin hjá flugmönnum til að ná lendingu í þessu máli vera enginn miðað við þessa frétt en síðan á örugglega eftir að koma meira í ljós. Mér finnst að í svona kjarasamningum þá þarf aðeins að horfa í það umhverfi sem félagið er að glíma við og menn þurfa að vera raunsæir. Það er hagur allra að hafa gott og arðbært flugfélag á Íslandi.

Já, ég væri síðan alveg til í að fljúga með mönnum sem í fjárhagserfiðleikum, ekki veit ég að það sé vísindalega sannað að menn í fjárhagserfiðleikum séu verri flugmenn en þeir ríku. Ef svo er þá mun ég krefjast þess í framtíðinni að skoða skattaframtalið hjá flugmönnum áður en ég flýg með þeim.

Hulda Guðný svolítið ósanngjörn að segja að menn mega ekki tjáð sig nema að hafa hafa unnið sem kennarar með 200.000 á mánuði, hvar er réttlætið í því og hver gerði þig að forstjóra Internetsins ?

Síðan með starfslokasamning fyrr. forstjóra þá var sú frétt leiðrétt skömmu eftir að hún fór í loftið.

En takk fyrir commentið og fræða mig meira um þessi mál. Ég kann vel að meta það.

Jón Haukur (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 14:27

10 identicon

hvað finnst ykkur um það að laun standa í stað hjá "almúganum" í fyrirtækjinu á meðan yfirmenn eru á svimandi launum..

hvað finnst ykkur um það að á þessum síðustu og verstu er verið að hanna nýtt uniform á línuna af virtum íslenskum hönnuði þegar nákvæmlega ekkert er að núverandi uniformi! meira að segja tiltölulega stutt síðan það var innleitt..hefði jafnvel verið nóg að hressa upp á það með nýrri slæðu eða skyrtu....

mar bara spyr?!?!

Margrét (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: corvus corax

Skemmtilegt orðaval hjá þér Jón Haukur "finnst viljinn hjá flugmönnum til að ná lendingu í þessu máli vera enginn..." Ég flýg tugi ferða innanlands og utan á hverju ári og ligg ekki á því að ástæðan fyrir því að ég er laus við flughræðslu er sú að ég trúi því staðfastlega að íslenskir flugmenn séu framúrskarandi hæfir og hengi mig ekki síst á það að þeir vilji, eins og ég, alltaf ná lendingu! Í öllum bænum ekki fá mig ofan af þeirri fullvissu!

corvus corax, 11.4.2008 kl. 17:14

12 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Skondin umræða sem spinnst í kommentunum um flugmenn í fjárhagsörðugleikum - eins og við blasi að það komi niður á upplifun farþega... sé fyrir mér brjálaðan turbúlans, svo kaffið er í kjöltunni á farþegunum.  "Flugfreyja...ó flugfreyja, er svona skelfilega vont í loftið?", spyr skelfdur farþegi. "Neinei, það er indælis veður og stillur allan flugtímann". Svo hallar hún sér að farþeganum og bætir við: "Við erum bara með blankan kaftein frammí, það er allt og sumt..."

Jón Agnar Ólason, 11.4.2008 kl. 17:21

13 identicon

Mér finnst þetta komment frá Jóni Agnari sýna að ekki er hugsað alla leið.

Ef þú ert með flugmann í fjárhagsvandræðum eða ofnýttan þá veldur það í ofþreytu í áhöfn, viljiði fara að sjá atvik eins og á Havaii um daginn þegar ofkeyrðir flugmenn flugu í ca 20mín framhjá vellinum því báðir sofnuðu???

Þetta blasir við haldi þessi þróun áfram hjá Icelandair!!!

Grunnlaun flugmanna eru mjög lág miðað við menntun og hvað gengur og gerist í þjóðfélaginu nú og síðustu 2-3 árin.

Margrét (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 22:19

14 identicon

Punkturinn minn um fjárhagsörðugleika flugmanna er eitthvað sem ég held að ég þurfi að útskýra betur.
Ég er ekki að segja að þorri flugmanna sé í kröggum en ef kreppir að þá eru fjárhagsörðugleikar mjög þekktur streituvaldur sem er mjög óæskilegur í þessu starfi. Nákvæmlega eins og (svo ég taki eitthvað ólíkt dæmi) ef erfiðleikar eru í hjónabandi viðkomandi að þá er það streytuvaldur sem er mjög óæskilegur. Vinnan og vinnutíminn sem slíkur er nægur streytuvaldur fyrir og er þetta á engan hátt sagt á neikvæðan hátt um starfið því þetta er jú bara hluti af starfinu og allir flugmenn eru sjálfviljugir í starfi og vita að hverju þeir ganga þegar þeir ráða sig eða a.m.k. í flestum tilfellum.

Björn (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband