1.4.2008 | 21:17
Vorið er komið...
"Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækir fossa af brún". Svona hljóðar fyrsta erindið í kvæði Jóns Thorodsens og það á vel við þessa daganna því að það er byrjað að vora hér í Kaupmannahöfn og síðustu tveir dagar búnir að vera yndislegir. Ég er búinn að vera að syngja þetta hástöfum og búinn að gera alla fjölskylduna brjálaða, konur og krakkar farin að öskra á mig "meira, meira meira meira"...Aðallega Baldvin þó....
Annars er lítið að frétta. Páskarnir voru rólegir eins og þeir eiga að vera. Góður matur, góður félagskapur en reyndar var veðrið ömurlegt en hverjum er ekki sama núna. Ég er að fara í nokkur ferðalög á næstunni en ferðinni er heitið til Flórens á byrjun næstu viku þar sem ég ætla að skoða háskóla í Toscana héraðinu. Þetta er háskóli sem mig langar að taka mastersprófið mitt í næsta haust, er svona bara að skoða þetta til að byrja með en er mjög spenntur fyrir þessu, ekki skemmtir locationið fyrir. Síðan ætla ég að fara til Los Angeles að heimsækja bróður minn. Við munum m.a. fara á Coachella festivalið sem er ábyggilega flottasta músík festival í heiminum. Er í djúpum dal í Palm Springs og ekkert nema Pálmatré og eyðimörk þarna í kring. Check it out hér: www.coachella.com. Síðan um miðjan maí er það golfferð til Alicante með eyjapeyja vinum mínum og vina minna úr hfn og gbæ. Verðum í 6 daga og það er mikið búið að hita upp fyrir þessa ferð á mailunum og menn farnir að æsa hvern annan upp enda um mikið að keppa þarna. Munum gista í glæsilegu húsnæði sem einn í hópnum er með þarna. Munum einnig fara til Valencia á lokaleik í spænsku deildinni....Þannig að það er nóg um að vera hjá Nonnanum á næstunni og um að gera að njóta þess að vera til :) ....
Lag dagsins er lagið "Tranquilize" með The Killers featuring Lou Reed. Check it:
Yndislegt lag sem er varla búið að fara af fóninum í dag. Er búinn að eiga þetta lag lengi í safninu mínum en var núna að kikka svona vel inn hjá mér. Lou Reed gefur þessu svo skemmtilegan fíling og barnakórinn kemur sterkur inn.
Maður dagsins er, hr. Veðurguð. I love you, please keep this going ON brother....
Lið dags er, MAN UNITED. Ég held að þetta sé eitt besta lið sem ég hef séð í langan tíma eða síðan gullaldartímabil Ajax og Ac Milan in the 80s & 90s. Roma átti aldrei break...
Hrekkur dagsins, Danni vinur minn. Hann sendi mér sms í dag. "Ég var að heyra ljóta sögur um þig". Síðan ekkert meir. Ég auðvitað varð áhyggufullur og fór að hugsa um hvað ég hefði gert núna.....Áttaði mig síðan á því þegar hann svaraði mér ekki, nei andskoti..fúkking 1.april....Mikið var þetta óþægilegt en síðan ákveðinn léttir :)...
Hljómsveit dagsins, The Kills. Nýja platan er frábær enda frábært band. Trúi ekki að ég hafi misst af þeim á Vega í gær...DAMN. Hef reyndar séð þau live og það er magnað...Lögin er URA fever og Cheap and Cheerful eru fáranlega cool...
laters everyone...
jhb
Athugasemdir
Gaman að heyra af djúsvélinni, við keyptum okkur einmitt líka djúsvél fyrir stuttu og loksins er orðið jákvætt að djúsa og byrja daginn á að djúsa.
Annars fengum við Baldur tækifæri til að fara tvö út eitt kvöldið og gátum ekki fundið út hvað af öllu því sem borgin hefur upp á að bjóða langaði okkur mest. Þá datt mér allt í einu í hug þessi forláta russian/turkish baðstofa sem þú bloggaðir um, við þangað og urðum ekki fyrir vonbrigðum, takk fyrir að deila!
Sasa (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.