Einn heima...

Ég er einn heima þessa daganna. Helga og krakkarnir fór til Íslands á laugardaginn og ég fer núna á miðvikudaginn. Erum að heimsækja vini og ættingja. Eitt sem ég hef tekið eftir þegar ég er einn heima er að hegðunarmynstrið hjá mér gjörbreytist. Gott dæmi. Ég var búinn að skutla þeim útá flugvöll og fór þá eftir það í verslunarmiðstöðina Fields og keypti mér hlaupabuxur, hlaupasokka og prótein duft. Eftir það fékk ég mér túnfisksalat og vatn í hádegismat. Fór síðan í Apple búðina og keypti sérstök hlaupa headphone og hulstur fyrir i-podinn minn. Fór síðan heim og hljóp 5km, tók próteindrykk eftir það og lifði á ávöxtun sem eftir liði dags fyrir utan eitt Shawarma sem ég fékk og popp í bíóinu. Sunnudagurinn var nánast eins og svona mun þetta verða alveg þangað til að ég fer heim.

Ég semsagt breytist í eitthvað heilsufrík þegar ég er einn heima og fer að hugsa eins og haga mér eins og Jane Fonda. Þetta var nákvæmlega eins í Ameríku þegar við bjuggum þar. Fyrstu 3 mánuðina var ég nánast einn heim og þá fylltu ég húsið okkar af alls konar drasli. Ég fór nokkrum sinnum í viku í Dicks sem er risastór íþróttabúð þarna í USA. Þar var keypt m.a. hlaupaföt, hlaupaskó, mismunandi lóð, boxhanska, boxpuða, vigt, handarstyrktartæki, próteindrykki og vítamín, stóran æfingarbolta(sem var aldrei notaður), magatæki, Yoga motta og ég gæti haldið endalaust áfram :). Helga sprakk venjulega úr hlátri þegar hún kom heim á þessu tímibili og sá allt þetta drasl á heimilinu.

Núna uppá síðkastið hef ég eiginlega ekkert verið einn heima sem útskýrir kannski þessa fitubletti sem ég er með útum allan líkama, sérstaklega eru þeir áberandí á miðsvæði líkamans :)....En núna fæ ég 5 daga til að slípa demantinn og vonandi verð ég orðinn sæmilegur þegar ég kem heim...Tónlist sem ég er að hlusta á þessa daganna:
  • Raveonettes. Voru að gefa út plötuna "Lust Lust Lust" sem m.a. inniheldur lagið Blush sem er frábært lag í anda þeirra.
  • Lambchop. Yndislegt band sem líkist Tindersticks mjög...Ekki slæmt
  • Okkervil River. Rétt missti af tónleikum þeirra um daginn..Damn Shame
Tóneikar á næstunni:
  • 27. Febrúar - Smashing Punpkins
  • 28. Febrúar - Neil Young
  • 6. Mars - Sterophonics
  • 4. Apríl - Portishead
  • 29. Apríl - Tindersticks
Eurovison: Alveg finnst mér þetta dæmigerð úrslit, fæ algjört ógeð enn eina ferðina á þess blessaða Eurovision. Skil ekki af hverju maður alltaf svona nett spenntur fyrir þessu ? Kannski er maður bara alltaf að vona að við vöknum og sendum eitthvað cool í þessa keppni eins og t.d. Dr. Spock í þessu tilfelli og eitthvað sem kynnir Ísland almennilega. En kannski er þetta ekki vettvangurinn til þess. Er ennþá að gráta að við sendum ekki Botnleðju á sínum tíma Enski Boltinn: Rosalega er ég sáttur við mína menn í Aston Villa þessa daganna. Þeir eru með minnsta hópinn í deildinni en er í 4-6. sæti með Liverpool og Everton og að spila rosalega sannfærandi. Sá þá spila á móti Reading á laugardaginn og voru þeir ekki að spila sinn besta leik en unnu samt. Það er gott merki um liðið sé á réttri leið. Það sem mér finnst best er að þeir eru að spila eftir ákveðni formúlu sem Martin O Neill er búinn að skapa, þannig að þeir eru aldrei í einhverju rugli og vita ekkert hvað þeir eiga að gera inná vellinum eins og Reading voru í þessum leik. Þeir börðust vel en það var einhvern veginn aldrei neinn strategía. Strategían hjá Villa er að nota Carew sem batta þarna frammi (hann er besti framherji í heiminum sem snýr bakinu að markinu) og nýtar sér síðan hraðan hjá Agbonlahor og Young. Síðan eru Barry og Coker þvílíkt öryggir þarna á miðjunni og tapa sjaldan návígi. Nigel Reo Coker hefur komið mér gríðarlega á óvart, bjóst ekki við miklu af honum og fannst verðið alltof hátt. Í dag elska ég hann og þá vinnu sem hann vinnur fyrir liðið. En það má ekki mikið útá bregða fyrir þetta lið. Ef að Young meiðist eða Agbonlahor þá erum við í slæmum málum, þess vegna skil ég ekki af hverju hann var að selja Luke Moore eða lána hann..Held hinsvegar að í sumar mun hann versla 4-5 afbragsleikmenn. Good Times finally for Villa.... later,Jón Haukur "óslípaði demanturinn" :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

haha sé þig alveg í anda, með svitaband á hausnum líka...ágætt fyrir alla að þú sért bara einn líka meðan þú ert að drekka þetta prótein, man eftir heilsuátakinu hjá ykkur strákunum í fyrra, stundum ekkert svakalega góð lykt..haha

Eygló , 25.2.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband