Færsluflokkur: Tónlist

Tónlist...

Ég kom aðeins inná tónlist í síðasta bloggi. Tónlist skipar ákaflega stóran sess í mínu lífi og er búið að gera alveg síðan ég fæddist. Pabbi gamli byrjaði ungur að flytja inn erlenda tónlistarmenn til Íslands og var ákveðinn brautryðjandi í þeim bransa á Íslandi. Hann flutti m.a. inn The Kinks til landsins þegar hann var 17 ára gamall og þegar að Kinks komu loksins þá var lagið þeirra "You really got me" vinsælasta lagið í USA og UK á sama tíma sem var ekki algengt í gamla daga og hefur sjaldan gerst í nútímanum. Þeir spiluðu að mig minnir 13 tónleika í röð í Austurbæ fyrir troðfullu hús og í millitíðinni borðuðu þeir ýsu hjá Ömmu Dúddu.

Bróðir minn var síðan í tveimur punk hljómsveitum í gamla daga, Bleiku Bastarnir og Rut +, sem báðar unnu sér til frægðar að hita upp fyrir Sykurmolanna og fá umfjöllun í Rolling Stones Magazine fyrir vikið. Ég sá aldrei Bleiku Bastanna live en ég sá hinsvegar Rut + í Duus Húsi þegar ég var 10 ára gamall. Ég man að ég var skít stressaður að fara inní það skuggalega hús sem var einmitt í miðju skuggasundi á Fischersundi.

Þegar ég var síðan rúmlega 16 ára gamall þá keypti pabbi Aðalstöðina og rákum við það fjölskyldan í einhver 10 ár og það var yndislegur tími. Þetta var pínkulítil útvarpsstöð sem spilaði 60s og 70s tónlist og var með circa 1% hlustun á höfðuborgarsvæðinu. 10 árum seinni seldi fjölskyldan það til Saga Communications sem var risastórt Entertainment fyrirtæki frá USA. Þá hét fyrirtækið Fínn Miðill og átti einhverjar 6 útvarpsstöðvar. Á þessum 10 árum stofnaði bróðir minn X-ið sem var mjög fljótlega ein vinsælasta rokkstöðin í bænum og spilaði tónlist sem hafði venjulega ekki heyrst í útvarpi. Ég man alltaf eftir fyrsta laginu sem var spilað á stöðinni en það var "Love Is Stronger Then Death" með The The. Lag númer 2 var flutt af Purrk Pillnik en lagið mann ég ekki alveg. Markmið stöðvarinar var að sinna grasrótinni á Íslandi og vera frjáls og óháð. Slagorðið var "meiri tónlist, minna mas".

Það voru margir sem byrjuðu sinn ferill á X-inu og Aðalstöðinni. Radíus bræður með þeim Steini Ármann og Davíð Þór, Górillan fylgdi í kjölfarið, Páll Óskar með Sætt og Sóðalegt, Jón Gnarr og Sigurjón með Tvíhöfða slógu í gegn á X-inu, Þossi og Simmi, Jón Atli (sem var með okkur í að stofna stöðina), Robbi Chronic, Helgi Már með Party Zone, Árni Zúri með Sýrðan Rjóma og fleiri. Þarna var MEKKA tónlistar á Íslandi og það var gaman að vera í kringum þetta. Ég var með þætti á daginn og mjög oft á næturvaktinni. Ég var stundum með næturvaktina á Aðalstöðinni 16 ára gamall að taka við óskalögum frá 50 ára plús fólki og það var ótrúlega fyndið. Var einnig tæknimaður hjá Radíusbræðrum sem var ótrúlega gaman en ég snéri mér fljótlega á X-ið eftir stofnun og spilaði tónlist sem ég fýlaði og það var geðveikt.

Á þessum tíma hélt fjölskyldan ásamt Kidda Kanínu og fleirum tónlistarhátíðina UXA 1995 og það er flottasta útíhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi. Ef þetta andskotans dópmál og neikvæðni hefði ekki eyðilagt þessa hátíð þá væri hún örugglega ennþá í gangi í dag. Ég man að MTV var á staðnum og migu í sig af hrifningu og vildi fá að sponsa hátíðina að ári og fleira í þessum dúr.

Dagskrárstjóri X-ins í dag er síðan Þorkell Máni Pétursson sem er gamall skólafélagi minn og strákur sem ég hef þekkt í 20 ára og gerir hann það með sóma þó svo að hlustun sé ekki eins og maður hefði haldið. En tímarnir hafa breyst ótrúlega mikið á þessum tíma. Þegar að X-ið byrjaði þá var engin playlisti heldur kom fólk bara í stúdío-ið þegar það hafði tíma og spilaði nákvæmlega þá tónlist sem það fílaði. Á sumrin þegar ég var að vinna við að selja auglýsingar fór ég stundum inní stúdíó og spilaði lögin sem ég vildi heyra. Það var engin fucking regla á því sem maður spilaði nema jú að eina reglan sem bróðir minn setti var: "Það mátti ENGINN spila Sálina eða eitthvað svipað". Eitt sinn var þessi regla brotin þegar ég var með bróðir mínum að keyra. Hann snéri bílnum við á núllpunktinum, brunaði niðrá stöð, hljóp upp í stúdío og hendi manninum öfugum út. Er ekki að ýkja þetta heldur frekar kannski að draga úr þessu. Þessi maður fékk ALDREI aftur að koma inn um dyrnar á X-inu....

Í kringum 18 ára aldurinn fór ég að halda tónleika sjálfur og lifði á því fjárhagslega í 2 ár með skólanum. Þeir tónlekar sem stóðu upp úr hjá mér voru páskatónleikar í Tunglinu 1998 (kannski var það 1997) en þá fékk ég 7 stærstu hljómsveitirnar á Íslandi til að spila á einu kvöldi, þetta var m.a. Maus, Quarashi, Botnleðja, Vínyll, Spitsign (Krummi og co), fleiri. Um 1000 manns komu á tónleikanna og ég held að ég hafi aldrei séð Tunglið svona fullt. Það hjálpaði auðvitað til að ég gat alltaf auglýst ódýrt á X-inu. Þetta leiddi síðan í umboðsmennsku og er ferðin sem ég skipulagði til Los Angeles með Botnleðju ótrúlega minnisstæð en þar ætlaði Jón Haukur að verða ríkur :). Það er mitt mat að Botnleðja hafi verið mjög nálægt plötusamning við Columbia Records á þessu tímabili en við skutum í stöngina..Vorum í 6 vikur en hefðum þurft að vera í 2 mánuði...

Those were the GOOD TIMES :)

Var búinn að gleyma einu lagi sem er fáranlega gott en það er með hljómsveitinni Maps sem ég fann á I-Tunes fyrir nokkrum árum síðan. Lagið heitir, In the Sky ....Hægt að sjá það hér á YouTube:

http://www.youtube.com/watch?v=CBoQhJPnHWQ

Check it dudes and ladies......Fucking geðveikt lag og platan þeirra "We can create" er bara geðveik...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband