Færsluflokkur: Bloggar
17.11.2008 | 12:11
Hverjir ????
90 ökutæki nýskráð í nóvember | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2008 | 15:59
Hrikalegt !
Þetta er alveg svakalegt sorglegt fyrir allt þetta fólk sem Bauhaus er búið að vera að ráða til sín uppá síðkastið. Ég veit um svo mikið af fólki sem var í góðum vinnum hjá samkeppnisaðila Bauhaus sem núna er bara komið á götuna án þess að hafa nokkurn tíma unnið hjá fyrirtækinu...
Hef reyndar aldrei skilið þessa ákvörðun Bauhaus að koma til Íslands og opna risaverslun á þessari staðsetningu sem höfða átti aðallega til einstaklinga i stað verktaka. Var ekki samkeppnin alveg nógu mikil fyrir á þessum markaði ? Það var alla veganna mín reynsla eftir að hafa starfað i þessum bransa. Ótrúleg ákvörðunartaka þeirra hefur núna kostað fyrirtæki fáranlega mikla pening sem þeir munu aldrei fá tilbaka.
Þessir Þjóðverjar ekki eins skynsamir og maður hefði haldið.
Flestum starfsmönnum Bauhaus sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.10.2008 | 20:53
Hrikalega falleg knattspyrna...
Ég er hérna að glápa á þennan leik og ég held að þetta sé besti og skemmtilegasti fyrri hálfleikur sem ég hef horft á í knattspyrnu EVER...Maður veit eiginlega ekki hvar maður á að byrja. Þessi frammistaða minnir mann mjög á lið Ajax á árinum 1992-1995. Þetta er þessi einna snertinga bolti, pressað frammarlega á völlinn og allir á hreyfingu útum allan völl. Staðan er 5-1 í hálfleik en 8-1 hefði verið sanngjarnt. Messi búinn að fara gjörsamlega á kostum og boltinn örugglega búinn að hafna 3 í tréverkinu hjá Madrid mönnum. Mjög gaman að sjá til Eiðs Smára sem er MJÖG hreyfanlegur og ekki að gera þetta flókið.
Rosalega hlakkar mig til að sjá seinni hálfleikinn.....
Eiður á blaði í stórsigri Barcelona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.9.2008 | 21:47
FRÁBÆRIR....
Var á Haukavellinum í dag að styðja mitt lið eins og venjulega. Það er búið að vera alveg stórkostlegt að fylgjast með liðinu mínu í sumar og þá sérstaklega í fyrri umferðinni þar sem við töpum ekki leik. Það sem er frábrugðið Stjörnunni í ár miðað við önnur ár er að stuðningurinn og stemmningin í kringum liðið er frábær. Garðbæingar loksins að vakna til lífsins og eru farnir að styðja sitt lið. Í síðustu tveim leikjum á heimavelli voru í kringum 1000 manns í stúkunni og frábær stemmning. Og á Haukavellinum í dag voru ábyggilega 1000 Garðbæingar að styðja við bakið á sínu liði.
Stjörnumenn eiga þetta svo sannarlega skilið að fara upp í úrvalsdeild á þessu ári, erum klárlega búnir að vera besta lið deildarinar ásamt ÍBV. Vinnum Selfoss 6-1 á heimavelli og gerum jafntefli við þá á heimavelli. Samt verð ég að hrósa liði Selfoss sem átti frábært sumar en ég held að reynslan hafi gert það að verkum að það eru Stjörnumenn sem fara upp um deild. Erum með einn besta markmann landsins, gríðarlega sterka vörn með Danna Laxdal, sem er einn besti varnarmaður sem ég hef séð spila á þessum aldri og þetta er ég búinn að segja síðan ég sá hann spila fyrst 18 ára í 1. deild. Hann minnir mig svakalega á John Terry. Vinnur nánast öll einvígi sem hann fer í, hrikalega góður að vinna bolta og algjör leiðtogi enda fyrirliði liðsins ekki eldri en 22 ára. Aðdáendarvert að fylgast með honum. Síðan er hann með Tryggva Bjarna og Guðna Rúnar sér til halds og traust sem er ekki slæmt. Frábæra bakverði, og síðan virkilega snögga stráka fram á við. Halldór Orri gríðarlega skemmtilegur leikmaður sem elskar að vera með boltann á milli lappanna og mjög flinkur.
Síðan má ekki gleyma þætti Bjarna Jó sem er algjör snilldar þjálfari. Kann að búa til stemmningu og mjög strategískur. En við þurfum að styrkja okkur fyrir næsta ár til að festa okkur sem úrvalsdeildarlið því að við eigum klárlega heima þar með svona stórt bæjarfélag á bakvið okkur.
EN ÞETTA VAR GÓÐUR DAGUR.............LOVE IT
Guðni Rúnar: Gaman að taka þátt í þessu ævintýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2008 | 00:26
KOMA SVO STJARNAN....
Jæja Stjörnumenn...Nú verðum við að nota tækifærið og vinna Fjarðarbyggð á morgun og minnka muninn í 2 stig til að eiga von um sæti í úrvalsdeild á næsta ári. Í gær var ég mjög svartsýnn á okkar möguleika en nú er ég aðeins að lifna við. Stjörnumenn eru algjörlega tilbúnir í Úrvalsdeildina að mínu mati. Við vorum það ekki í fyrra en nú erum við með mannskapinn, þjálfarann og aðstöðuna. This is do or die tími fyrir minn klúbb....Nú er lag !!!
KOMA SVO......
Brynjar tryggði Víkingi sigur á síðustu mínútu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.8.2008 | 18:20
Jæja...
Það gengur eiginlega ekki að hafa þennan fimmaura brandara minn þarna sem efsta blogg lengur. Þarf eiginlega að skrifa bara eitthvað til þess að hún sígi aðeins niðar á listann minn :) ...
En ég er búinn að vera í fríi frá þessu bloggi í allt sumar og er svona að velta því fyrir mér hvort að ég eigi að halda áfram. Ætla alla veganna að gefa þessu smá séns til að byrja með.
Sumarið og eiginlega allt þetta ár er búið að vera alveg stórkostlegt í alla staði fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég hætti í vinnunni minni hérna í DK um 1. mars og fór að ferðast aðeins um heiminn eins og ég hef aðeins komið inná hérna á blogginu. Þann 1. júlí síðastliðinn fékk ég síðan atvinnutilboð sem mér fannst alveg hrikalega spennand og fyrir vikið erum við fjölskyldan að flytja heim til Íslands núna eftir viku. Við flytjum aftur inní yndislegu íbúðina okkar í Garðabæinn og okkur hlakkar alveg svakalega mikið til. Þetta rúmlega ár er búið að vera alveg stórkostlegt í DK. Okkur hefur liðið alveg rosaleg vel og börnunum líkað afskaplega vel í skólunum sínum. Danir mega eiga það að skólarnir hjá þeim eru til fyrirmyndir og það sem gert er fyrir börnin hér er mjög metnaðarfull. Stíf dagskrá alla daga, mikið um ferðalög og kreatíf verkefni alltaf í gangi. Danir eru hinsvegar mjöööööög sérstakir og ég myndi aldrei venjast þeim frekar en aðrir íslendingar sem ég þekki hér.
En héðan mun ég taka með mér góða reynslu inní lífið og ég þakka fyrir þann tíma sem við höfum átt hérna. Það sem maður tekur með sér héðan er aðallega þessi kúnst að vera nægjusamur og átt sig almennilega á hvað er það sem veitir manni mestu hamingju í lífinu. Allt hér í DK er í góðu tempói og menn kunna að forgangsraða, sá eiginleiki finnst mér flottur.
En í annað. Sú tónlist sem ég hef verið að hlusta mikið á síðustu daga er hljómsveitin The National. Mig minnir að þeir hafi komið á Airwaves fyrir einhverjum árum en platan þeirra Boxer er alveg brilliant en ég ætla að sjá þá á tónleikum hér 12. ágúst. Síðan hef ég verið að hlusta á nýju frábæru plötu Sigurrósar. En sú plata sem er mest á heimilinu þessa daganna er platan hennar Duffy, Rockferry. Meiriháttar plata og er rödd hennar mögnuð, mikil sál í þessari manneskju. Mér finnst hljómur hennar mun betri en Amy Winehouse.
Hef síðan verið að leita að nýju stöffi á I-tunes og fundið fullt af flottum böndum þaðan. Nýja bandið hans Zack De La Rocha, One Day as A Lion er mjög fínt en með honum þar er Jon Theodore gamli trommarinn úr Mars Volta, powerful band eins og þeim er von og vísa. Nýja platan hans Beck vinnur á en þar er hann enn eina ferðina að prufa með nýja hljóma. Band sem heitir The Thing Things finnst mér líka frábært. Þetta er svona það helsta sem ég hef verið að hlusta á.
Fótbolti: Loksins er Martin O Neill vaknaður og farinn að kaupa inn leikmenn til klúbbsins. Líst mjög vel á bæði Nicky Shore og Luke Young þó svo að mér finnist verðið á Luke Young heldur hátt. Svo er hann auðvitað einnig keypt Steve Sidwell sem mér finnst frábær kaup. Núna vantar bara creative midfielder og annan sterkan striker þá getum við farið að tala um raunhæfa möguleika á að tækla 4-5 sætið við Tottenham og Arsenal. En að mínum mati munu Man.U, Chelsea og Liverpool gera harða atlögu að titlinum. Trúi ekki öðru en Liverpool rífi sig upp í deildinni og fókuseri á hana.
Er hundfúll að missa af mínum mönnum í Villa á Íslandi en ég kem daginn eftir til Íslands. Af hverju í andskotanum þurfti FH-ingar að breyta þessari niðurröðun sem var dregið í. Rosalega var ég fúll. EN ég sá Villa einmitt spila á móti Valsmönnum 1982 þá 6 ára gamall og þá varð ég VILLA FAN...Enda unnum við Evrópukeppnina það ár. Næstu ár fór ég síðan oft á Villa Park með Pabba og Henson á leiki með þeim. Oft spurður, af hverju helduru með Villa en þetta er ástæðan :)
Jæja, komið gott í bili. Reyni að vera meira aktífur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2008 | 08:48
Hver er maðurinn....??
Sagt er í þessari frétt orðrétt: "Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing um að erlendur fjárfestir muni fjárfesta fyrir 48.3 milljónir Evra í nýju hlutafélagi Alfesca" ?? Svo var frétt í gær um að Erlendur Fjárfestir hafi keypt stóra hluti í Kaupþing og svo einnig Straumi......Og ég spyr sjálfan mig "Hver er þessi Erlendur Fjárfestir" ???
Þessi maður er að kaupa stóra hluti í stórum íslenskum fyrirtækjum og það virðist enginn fjalla um þennan mann að einhverju ráði... Þetta er eitthvað sem íslenskir blaðamenn þurfa að grafa upp og segja almenningi frá. Enginn frammistaða að senda svona frétt frá sér...
:)......
hilsen,
jhb
Erlendir fjárfestar til Alfesca | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.5.2008 | 08:59
Guð minn góður...
Ég held að þetta segi meira um Íslendinga en Ásdísi Rán...Hvað er að okkur ? Er þetta virkilega svona gott blogg og fræðandi eða þrífumst við bara á svona geðveikri vitleysu...
Aðal fyrirsögn á frétt um daginn á visir.is var "Ásdís Rán hitti Steve úr 90210" ....Ég veit ekki hvert ég ætlaði þegar ég las þetta....Er þetta svona brjálæðslega athyglisvert ?? eða er ég bara svona útúr takti..
Sorry, varð bara að commenta á þetta...
Ásdís Rán kát með 1. sætið á blog.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.5.2008 | 19:40
lélegur...
Maður er ekki búinn að vera öflugur á blogginu að undanförnu og það mun ekki batna á næstunni. Alveg síðan að ég kom heim þá er búinn að vera gestagangur hjá okkur alla daganna. Tengdaforeldrarnir voru hjá okkur í 8 daga og fengu þá sannkallaða rjómablíðu hér í Kaupmannahöfn en það var rúmlega 30 stiga hiti hérna allan tímann sem þau voru hérna.
Við notuðum tækifærið og gerðum garðinn okkar fínan. Fórum í blómabúðina og versluðum sumarblóm og alls kyns kryddplöntur til að setja í sæta garðinn okkar. Síðan var farið á ströndina, nokkrir góðir hádegisverðir í miðbænum, golf, og mikið grillað ofaní mannskapinn. Algjör snilld ...
Og ekki mun maður hægja á ferðinni á næstunni því á morgun fer ég til Alicante í golf með 9 frábærum félögum. Við munum gista í frábæru húsi sem félagi okkar er með þarna niðurfrá og spila golf fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag. Fórum síðan á til Valencia seinnipart sunnudags og horfum á Valencia - Atletico Madrid á Mestalla leikvanginum. Við munum aðallega spila á La Finca vellinum í Alicante sem er algjör snilld. Good times ahead...
Kem vonandi með update eftir ferðina en verð þá orðinn stór skuldugur hérna á blogginu en ég skulda alltaf report af Coachella festivalinu...
later,
jhb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 03:03
LAX...
Jaeja, eg er kominn til DC heill a hufi...Sorry! Ekki til islenskir stafir a tessa tolvu...... :) But, here it goes.....
LAX airport er natturlega bara algjor gedveiki en eg fyla samt tennan flugvoll mjog vel, serstaklega vegna tess ad eg hitti alltaf eitthvad fraegt folk a tessum flugvelli :)... I know, its sad.... I dag hitti eg eda sa ollu heldur CAT POWER sem eg dyrka, tannig ad i fyrsta skiptid var eg sma starstruck og vissi ekkert hvernig eg atti ad vera. Eg var ekki einu sinni svona tegar eg for ut ad borda med Kevin Costner a Hotel Borg um arin. Allaveganna, hun var ad bida eftir velinni til Las Vegas sem for af stad a gate 67A en eg var a 67B :)....Eg maeti a vollinn og var kominn a gate-id mitt 2 timum fyrir brotffor og gerdi ekkert annad en ad glapa a hana allan tima eins og einhver asni :) ...
Herna er uppahaldslagid mitt med henni:
Annar gaur sem eg sa er ALGJORT IDOL hja mer. Hann var a undan mer i Starbucks rodinni ad na i kaffi. Eg tok fyrst eftir honum tvi ad hann var med gellu sem var orugglega 20 arum yngri og med kurekahatt daudans. Tetta atridi sem hann lek i i myndinni "Something About Mary" er algjor snilld og tessi setning "Step in to my office?, Why?, Because you are fucking fired" er algjorlega odaudlegt i minum huga :) :) ....
Tetta er atridid:
Virgin America ferdin klikkadi audvitad ekki. Algjort snilld ad horfa a leikinn i velinni Chelsea-Liverpool....Mer finnst bara eins og ad eg hafa bara ekki stigid uppi flugvel i dag...I love Virgin..... :) But I hate Chelsea...MANU rustar teim i Moskvu...Kem med report a Coachella hatidina mjog fljotlega og myndir. En i stuttu mal: PORTISHEAD ROCKED THE HOUSE....Oh my god.....ELSKA tetta band og Beth Gibbons slaer Cat Power ut a hverjum degi og ta er mikid sagt....
Samt slaer enginn ut Helgu.... ;)love and peace ...jhb
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)