Kominn tími til...

Mikið er það ánægjulegt að loksins sé kominn maður úr viðskiptalífinu á Íslandi sem talar hreint út um ástandið á markaðnum, fáranlega starfslokasamninga og er jarðbundinn í sinni nálgun. Þetta er Jón Ásgeir búinn að vera að gera síðustu daga í viðtölum og PR-lega séð finnst mér þetta afburðarsnjöll nálgun hjá honum.  Mér finnst hann skera sig mikið út úr hópi annarra stjórnenda á Íslandi með þessu og gerir hann enn trúverðugari fyrir sjónum almennings. Hann er ekki að fara í kringum hlutina heldur talar hreint út og er ekki að fela neitt, þetta kann fólk að meta og skilur. Hann talar með rödd fólksins....No bullshit!

Hann minnist einnig á upprunan sinn og Bónus-aðferðina þar sem hver króna skiptir máli í viðskiptum, eitthvað sem menn eru búnir að gleyma í öllu partýinu síðustu ár. Árið 2008 verður mikilvægt ár í sögu viðskiptalífsins á Íslandi enda eru síðustu dagar búnir að vera mjög viðburðarríkir. Afar ánægjulegt að sjá fund milli Geirs Haarde og co við fulltrúa fjármálafyrirtækjanna um framtíðina, evrutöku og hvernig eigi að bregðast við þessu ástandi sem nú er. Öll umræða milli þessara aðila gerir menn betur í stakk búna við það sem framundan er. Það sem er auðvitað mikilvægast fyrir þessu fyrirtæki eru samskipti við erlenda aðila og finnst mér þau hafa verið að batna mikið.

Núna fer að verða cool að spara og ég mæli með því að Íslendingar kynni sér aðferðir Dana um hvernig eigi að spara því að þeir eru algjörir snillingar í því. Hér eru allir með nesti með sér hvert sem þeir fara, allir taka strætó eða hjóla (veit að þetta er erfitt heim) og hver króna skiptir máli. Þeirra kúltur er bara að bera virðingu fyrir peningum og auðvitað er það eina vitið en þetta er eitthvað sem vantar í okkur Íslendinga og eitthvað sem við þurfum að læra....Ótrúlega boring en gott á svona tímum :). Danir geta reyndar verið rosalega öfgafullir en það er millivegur sem við ættum að fara í þessu.

En maður dagsins að mínu mati er Jón Ásgeir Jóhannesson og Baldvin Jónsson, sonur minn sem er búinn að sigrast á þessari ljótu Lungnabólgu sem er búið að vera að hrjá hann.


mbl.is Eignir FL Group á brunaútsölu ef ekki hefði verið gripið inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband