Cruising in LA & Coachella prógram...

Í gær eyddi ég deginum í Los Angeles að krúsa um borgina á bílaleigubíll sem ég leigði mér enda ekki hægt að eyða deginum hér nema að vera á bíl því að almenningssamgöngur eru skelfilegar hér. Borgin er auvðitað mjög stór en líka mjög dreifð um mörg ólík hverfi. Ég get líka ímyndað mér að það sé erfitt að skipuleggja lestarkerfi í borg sem er á miklu jarðskjálftarsvæði.

Ég keyrði frá Hollywood og tók Santa Monica Boulevard alveg niðrá strönd og eyddi góðum tíma þar enda ákaflega fallegt svæði. Þaðan fór ég útá LAX þar sem að mútta var að fara heim til DC. Í bakaleiðinni keyrði ég í gegnum Downtown LA, til Pasadena og þaðan heim. Villtist aðeins á leiðinni heim og var kominn til Griffin Park sem var bara af hinu góða enda virkilega fallegt svæði. En þrátt fyrir þessa miklu bílamergð sem er hér þá finnst mér mjög gaman að keyra í þessari borg enda finnst mér hún falleg með öll þessi flottu fjöll sem umkringja borgina. Ég datt í þvílíkan gír þegar ég keyrði með opinn gluggan, horfði á sólina setjast með Beastie Boys í botni í græjunum - þá fannst mér ég loksins vera kominn til LA :)....

Í dag fór ég í vinnu með bróðir minum en við vorum að ganga frá stóru production setti af auglýsingu sem þeir voru að skjóta fyrir drykk sem heitir Mike´s Lemonade og er svona Bacardi Breezer drykkur. Þetta var ákaflega skemmtileg vinna með virkilega skemmtilegu fólki. Kynntist skemmtilegum strák sem er frá Nígeríu og búinn að búa hérna í 8 ár. Hann hefur það mjög gott hérna og sendir reglulega pening til Nígeríu til fjölskyldunar. Við fórum einmitt saman í langan bíltúr í dag til að skila probsi og þar talaði hann lengi við pabba sinn, sem hefur aldrei farið frá Nígeríu, en hann var að bíða eftir pening frá kappanum. Hann var einmitt á leiðinni að senda 300$ til þeirra og það er engin smá peningur fyrir fjölskylduna hans í Nígeríu. Ótrúlega magnað að heyra hann tala um ástandið í Nígeríu en það sem sló mig mest var þessi spilling sem er þarna. Til þess að fá Vísa útúr landinu þarf venjulega að greiða í kringum 20.000$ sem auðvitað enginn hefur efni á. Þeir sem fá Vísa áritun þarna er fólk með sambönd við einhverja pólítíkusa, ríkt fólk eða fólk með hæfileika í íþróttum. Þess vegna er svona gríðarlega mikill áhugi t.d. á fótbolta í landinu og allir að spila til að komast í burtu. Hann sjálfur komst einmitt í burtu vegna íþróttahæfileika sinna en hann var gríðarlegt efni í fótbolta. Hann meiddist fyrir nokkrum árum síðan en það er búinn að bjóða honum að koma á trial hjá Galaxy næsta haust og það verður gaman að fylgjast með honum. Við erum síðan búnir að ákveða að stofna fyrirtæki saman, umboðsskrifstofu fyrir knattspyrnumenn í Evrópu og USA :). Við töluðum saman í allan dag um knattspyrnu og hann er svona knattspyrnunörd eins og ég fullur af fáranlegum upplýsingum um knattspyrnumenn. Hann t.d. elskar Emil Hallfreðsson :) ....Okkur fannst við smellpassa saman í company. Hann með reynslu og sambönd í Afríku og ég í Norður- Evrópu...Kannski ekki vitlaust ...

Á morgun leggjum við svo af stað til Coachella í Palm Springs. Shitturinn titturinn hvað þetta verður gaman. Bróðir minn var að fá slúður í dag frá einum félaga sínum sem vinnur í músíkbransanum hér. Sá maður er með áreiðinlegar heimildir fyrir því að LED ZEPPELIN munu koma sem óvæntir gestir annað kvöld og spila á aðalsviði Coachella....Það er nefnilega eyða á stóra sviðinu milli 10-11 þannig að þetta gæti verið rétt....OH MY GOD...Ef þetta reynist rétt mun ég ekki getað sofið næstu daga á eftir...MAN, hvað mig hlakkar til ...

En prógram mitt á hátíðinni og must see acts eru:

Föstudagur (maður verður á hlaupum þann daginn):

4.25 Architecture in Helsinki
5.00 The Breeders
5.50 Múm
7.10 Goldfrapp
7.30 Raconteurs
8.00 Aphex Twin
9.00 The Verve
10.00 LED ZEPPELINE ----- I HOPE
10.45 Fatboy Slim

Laugardagur:

2.20 Dredg
3.40 MGMT
4.00 Cold War Kids
6.10 Hot Chips
7.10 Death Cap For Cutie
7.50 Kraftwerk
9.15 Portishead
10.45 Prince

Sunnudagur:

6.10 Spiritualized
7.00 My Morning Jacket
8.30 Roger Waters playing Dark Side Of The Moon.

Á milli atriða þá verð ég bara að chilla við laugina á Palm Canyon Spa & Resort hótelinu sem er rétt hjá svæðinu. Þetta verður magnað. Ég mun vera með myndavélina á fullu og vera með ítarlega umfjöllun þegar ég kem tilbaka..

Endilega að koma með comment, það er gaman...

Kveðja í bili,

jhb


Fyrstu dagarnir í LA baby...

Jæja, kom til Los Angeles aðfaranótt föstudags eftir stutt stopp í Washington DC hjá Mo and Pa. Flaug með Virgin America sem er nýja barnið hans Richard Branson. Sú ferð var alveg meiriháttar. Splunkunýjar Airbus vélar sem eru þvílíkt funky eins og þetta Virgin brand er "næstum" því alltaf. Blá Neon ljós útum alla vél, geggjað funký innréttingar, frábært entertainment system, cool bar service, partý tónlist á klósettinu, fluffurnar með brandara og ýkt hressar og allur fílingur í ferðinni bara svalur. Mér fannst ég frekar vera inná cool skemmtistað en í flugvél og það hressandi. Virgin nær oftast að búa til upplifun hjá neytendum sínum. Ekki sakaði að þeir eru með kynningarfargjald þessa daganna og fékk ég farið frá Dulles - Los Angeles á 298 $, gjafaverð.

Fyrsti dagurinn í Los Angeles var skemmtilegur. Ég og brósi vöknuðum snemma og hann dró mig í BootCamp sem gamall Navy Seals gæji stjórnaði. Enginn venjulegur BootCamp þjálfar sem þarna var á ferð sem ætti ekki að koma á óvart í La La Landi. Hann var auðvitað í hermannabuxum og hermannaskóm með hníf í beltinu sínu þannig að það var eins gott að standa sig. Við æfðum í Silverlake Hills sem er cool listahverfi hér í hæðunum. Við skokkuðum um hverfið og gerðum hinar og þessar æfingar. Enduðum efst á hæðinni með mögnuðu útsýni. Dagurinn fór síðan í að skoða hverfi sem ég hef ekki farið í áður hér í LA. Enduðum daginn í Pasadena sem er virkilega skemmtilegt hverfi sem hefur alltaf farið framhjá mér á ferðum mínum hér.

Í dag var aftur vaknað snemma og fórum við með hundanna hans brósa í gönguferð í Echo Park. Klukkan 12 fórum við að sjá fyrsta leikinn í playoffs milli Lakers og Nuggets. Fengum óvænt miða á laugardaginn á frábærum stað. Geggjaður leikur þar sem að Pau Gasol fór á kostum með 36 stig, 18 fráköst og 9 stoðsendingar. Lakersliðið er að spila frábærlega og er kominn með gríðarlega breytt með tilkomu Gasol og þeir verða íllviðráðanlegir þegar að Bynum verður orðinn heill. Liðið snýst ekki lengur bara um Kobe sem spilaði illa í dag og skoraði einungis 32 stig :). Þannig að það eru miklar líkur á því að sjá draumaúrslitaleik milli Lakers og Celtics í vor...Maður á góðar minningar frá NBA að fylgjast með þeim viðureignum sem krakki.

Kem með fleiri fréttir frá Los Angeles síðar....Á döfunni er Coachella hátíðinni næstu helgi og fleira.

later,
jhb


Kemur á óvart...

Ég verð að segja eins og er að þetta kemur manni alls ekki á óvart. Þessi blessaðir flugmenn eru orðnir miklu erfiðar en kennarar nokkurn tíma voru í samningsviðræðum. Ég veit satt að segja ekki mikið um þessar viðræður og veit ekki hvað þeir eru að fara fram á. En ég mann í kjarasamningarviðræðum árið 2003 eða 2004 þá var nánast allt samþykkt sem þeir fóru fram á, meir að segja fengu allir fartölvurnar sínar, internet og síma á kostnað félagsins. Og núna eru þeir eflaust að fara fram á enn meiri hækkun og eru að hóta verkfalli...Ég spyr bara, HVAÐA GAGN MUN ÞAÐ GERA ???

Það mun ekki gera neitt annað en að skaða félagið alveg gríðarlega og jafnvel svo mikið að þeir þurfa að fara finna sér aðra vinnu og hún mun ekki vera á Íslandi því að þá yrði ekkert flugfélag til á Íslandi sem væri með Íslenska flugmenn. Finnst ekkert skrítið þegar að stjórnarmaður félagsins talar um á aðalfundinum að það komi vel til greina að vera bara með erlent crew um borð eins og gert er hjá samkeppninni. Það er alla veganna enginn sem virðir það við þetta góða gamalgróna Íslenska félag að þeir eru einungis með Íslenskt starfsfólk um borð í vélunum sínum.

Kæru flugmenn, sýnið nú í verki að ykkur þykir meira vænt um félagið sem skapar ykkur atvinnutækifæri á Íslandi og gleymið græðginni AÐEINS, please....

Það mun reyna alveg gríðarlega mikið á þessum flugfélögum á Íslandi á þessum erfiða tíma. Heimamarkaður félaganna hefur verið þeim afskaplega góður undanfarin ár en nú þegar krónan er að veikjast svona mikið þá á það eftir að breytast. Og núna þarf Icelandair bara að stíga á bremsuna í þessum samningsviðræðum og flugmenn verða bara að skilja það og taka á sig högg ef högg skildi kalla. Ég meina olíutunnan er kominn í 111 dollara að mig minnir...


mbl.is Flugmenn undirbúa verkfallsboðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Munaðarvörur á krepputíma?

Á námsárunum mínum í London árin 1999-2002 kynntist ég tímariti sem heitir Marketing sem er fagtímarit fyrir markaðsfólk í Bretlandi. Blaðið er í miklu uppáhaldi hjá mér og er ég búinn að vera áskrifandi af þessu góða tímariti síðastliðin ár. Það er Haymarket Publications útgáfufyrirtækið sem gefur þetta tímarit út en þeir gefa einnig út tímaritið Campaign, sem margir í auglýsingabransanum ættu að kannast við. Í endan Janúar las ég virkilega skemmtilega grein úr þessu blaði sem fjallar um munaðarvörumerki (luxury brands) og stöðu þeirra á krepputímanum sem er að skella á eða er skollin á í hinum vestræna heimi. Ég nördaðist til að þýða þessa grein og langar að birta hana hér og deila henni með ykkur enda lærdómsrík fyrir markaðsnörda. Hún á líka vel við á þessum tíma.

 In with the old luxury, out with the new.

Við erum að upplifa kreppu og því mætti ætla að munaðarvörumerki væri í bullandi vandræðum, ekki satt ? Í raun og veru fer það eftir hvers konar lúxusvörumerki verið er að tala um og fyrir hvað það stendur. Síðastliðinn fimm ár hafa verið tvenns konar tegundir af lúxusvörumerkjum eða munaðarvörumerkjum: Old luxury (gamlar munaðarvörur) og New luxury (nýjar munaðarvörur).

Hugtakið um nýjar munaðarvörur er sagt hafa byrjað fyrir 5 árum síðan þegar að einn af eigendum á Boston Consulting Group, Michael Silverstein og CEO af Bath&Body Works, Neil Fiske gáfu út bókina "Trading Up:  The New American Luxury", en þessi bók lýsir ákveðnu neytendamynstri eða hegðun sem var að gerjast á markaðnum á þessu tímabili. Sú hegðun var að millistéttar neytendur voru að verða ríkari og þeir voru að yfirgefa þessar hefbundnu ódýru neysluvörur og voru farnir að skipta yfir í dýrari vörumerki. Silverstein og Fiske tóku einnig eftir þvi að fjöldin allur af vörumerkjum voru farinn að einblína einmitt á þessa þróun og fóru þ.a.l í ákveðna stefnumótun til að mæta þessari þörf.  

Aðal stjarnan í þessum nýja heimi munaðarvara á þessu tímabili var fyrirtækið Coach. Þetta tösku-og fylgihluta vörumerki hefur átt frábæru gengi að fagna síðastliðinn 5 ár þar sem velta á heimsvísu er búinn að aukast frá 500m$ í 3billion$. Hugmyndastjóri fyrirtækisins, Reed Krakoff hafði einmitt gagnrýnd Evrópskar munaðarvörur fyrir að vera of dýrar fyrir þennan markhóp en hann byggði síðan ótrúlega söluaukningu Coach á handtöskum sem seldust að meðaltali á einungis 300$ per taska.

Mörg af eldri og virtari munaðarvörumerkjum í heiminum hafi einnig reynt að komast inní þennan "nýja" lúxusmarkað. Burberry, sérstaklega, hefur nýtt sér það að viðskiptavinir eru farnir að eyða meiri pening en áður í neysluvörur. Fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, Rose-Marie Bravo endurstaðsetti fyrirtækið í kringum hugtakið "accessible luxury" eða "aðgengilegri munaðarvara" og tölurnar töluðu sínum máli í framhaldinu.

En nú er þetta nýja luxusvörupartý að líða undir lok. Millistéttarhópurinn er undir töluverðum fjárhagslegum þrýsingi þessa daganna og fyrsta fórn þeirra er öll þessi aðgengilega lúxusvara sem þau keyptu sér á meðan partýið var í gangi. Salan hjá Burberry var undir væntingum á seinni hluta síðasta árs. Coach, sem í gegnum árin hefur sýnt gríðarlega góðan árangur í kringum jól, tilkynnti að salan væri 1% undir áætlun á síðasta ársfjórðungi. "Við erum ekkert undanþeginn þegar að kemur að kólnun í efnahagslífinu", útskýrir Lew Frankfort, forstjóri Coach. "Sumir af okkar viðskiptavinum fóru yfir í lægra verð og minni gæði".

Það eina jákvæða við þróunina hjá Coach var að það var 13% aukning í sölu á handtöskum sem voru yfir 400$ i verði. "Það er millistéttin sem fær þetta þunga högg þegar að efnhagslífið kólnar", segir Frankfort. "Þetta bitnar ekki eins mikið á yfirstéttinni". Þetta er aðal lærdómurinn sem að lúxusvörumerki eiga að hafa að leiðarljósi árið 2008. Vörumerki eins og Burberry og Coach, sem hafa aukið sinn markað verulega með aðgengilegar munaðarvörur á "partý-árunum" eru núna í miklum vandræðum. Gamlar munaðarvörur sem hafa hinsvegar haldið sér í sínum verðflokki, í sinni staðsetningu á markaði og haldið sambandi sínu við yfirstéttina eru ekki eins líkleg að lenta í vandræðum. Sem dæmi, þá voru söluvandræðin hjá Tiffanys árið 2007 í UK ekki á 30.000 pund trúflofunarhringunum heldur á skartgripum á verðbilinu 500 - 5000 pund.

Ítalska skartgripafyrirtækið Bulgari hefur hinsvegar ekki haft neinar vörur á þessu "inngangsverðu" (entry-level) eins og önnur sambærileg fyrirtæki í þessum geira og þeir áttu enn eitt met ár á seinasta ári. "Frá Desember sölunni, þá eru enginn merki um kólnun sé að hefjast hjá okkur", segir forstjóri Bulgari Francesco Trapani. Og sagan mun mjög líklega endurtaka sig hjá svipuðum gömlum hefbundnum vörumerkjum eins og Hermés og Canel.

Selfridges, Harvey Nichols og fleiri hágæða verslunarkjarnar gætu átt von á tvískiptri eftirspurn á munaðarvörum á árinu 2008. Gömul hefbundin vörumerki sem treysta á færri eintök selt á háu verði munu halda áfram að vaxa eins og þau hafa gert í USA. "Við munum halda áfram að vera bjartsýnir með vörulagerinn okkar. Ríka fólkið mun slaka á og anda aðeins en þau munu aldrei færa sig um vöruflokk eða gæði", sagði Jim Gold forstjóri Bergdorf sem er hágæða verslunarmiðstöð í USA.

Þessi litla grein segir okkur að þegar tímarnir eru góðir þá elska allir hágæðavörur. En þegar að harðnar í ári þá er það millistéttinn sem færir sig með tíðinni. Vel rekin hágæðavörumerki þrauka á svona tímum, halda sig við upprunan sinn og staðsetningu sína á markaði og örvænta ekki og það er kannski þess vegna að við kölluð þau hágæðavörumerki. Hinsvegar finnst mér að það þurfi að passa sig í gagnrýninni á þessari aðferð sem m.a. Burberry nýtti sér á þessum tíma. Þessi aðferð hefur eflaust aukið dreifingu merkisins um víða veröld, auki virði þess á markaði og þar af leiðandi stækkað neytendahópinn sinn töluvert. Það er hinsvegar vinna framundan hjá þeim þegar að svona alda fer yfir til að endurskilgreina vörumerkið og jafnvel koma með undir-vörumerki eins og þeir eru að gera með Thomas Burberry vörumerkið sem er fyrir yngra fólk og millistétt.

Hope you enjoyed....

 


Vorið er komið...

"Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækir fossa af brún". Svona hljóðar fyrsta erindið í kvæði Jóns Thorodsens og það á vel við þessa daganna því að það er byrjað að vora hér í Kaupmannahöfn og síðustu tveir dagar búnir að vera yndislegir. Ég er búinn að vera að syngja þetta hástöfum og búinn að gera alla fjölskylduna brjálaða, konur og krakkar farin að öskra á mig "meira, meira meira meira"...Aðallega Baldvin þó....

Annars er lítið að frétta. Páskarnir voru rólegir eins og þeir eiga að vera. Góður matur, góður félagskapur en reyndar var veðrið ömurlegt en hverjum er ekki sama núna. Ég er að fara í nokkur ferðalög á næstunni en ferðinni er heitið til Flórens á byrjun næstu viku þar sem ég ætla að skoða háskóla í Toscana héraðinu. Þetta er háskóli sem mig langar að taka mastersprófið mitt í næsta haust, er svona bara að skoða þetta til að byrja með en er mjög spenntur fyrir þessu, ekki skemmtir locationið fyrir. Síðan ætla ég að fara til Los Angeles að heimsækja bróður minn. Við munum m.a. fara á Coachella festivalið sem er ábyggilega flottasta músík festival í heiminum. Er í djúpum dal í Palm Springs og ekkert nema Pálmatré og eyðimörk þarna í kring. Check it out hér: www.coachella.com. Síðan um miðjan maí er það golfferð til Alicante með eyjapeyja vinum mínum og vina minna úr hfn og gbæ. Verðum í 6 daga og það er mikið búið að hita upp fyrir þessa ferð á mailunum og menn farnir að æsa hvern annan upp enda um mikið að keppa þarna. Munum gista í glæsilegu húsnæði sem einn í hópnum er með þarna. Munum einnig fara til Valencia á lokaleik í spænsku deildinni....Þannig að það er nóg um að vera hjá Nonnanum á næstunni og um að gera að njóta þess að vera til :) ....

Lag dagsins er lagið "Tranquilize" með The Killers featuring Lou Reed. Check it:

Yndislegt lag sem er varla búið að fara af fóninum í dag. Er búinn að eiga þetta lag lengi í safninu mínum en var núna að kikka svona vel inn hjá mér. Lou Reed gefur þessu svo skemmtilegan fíling og barnakórinn kemur sterkur inn.

Maður dagsins er, hr. Veðurguð. I love you, please keep this going ON brother....

Lið dags er, MAN UNITED. Ég held að þetta sé eitt besta lið sem ég hef séð í langan tíma eða síðan gullaldartímabil Ajax og Ac Milan in the 80s & 90s. Roma átti aldrei break...

Hrekkur dagsins, Danni vinur minn. Hann sendi mér sms í dag. "Ég var að heyra ljóta sögur um þig". Síðan ekkert meir. Ég auðvitað varð áhyggufullur og fór að hugsa um hvað ég hefði gert núna.....Áttaði mig síðan á því þegar hann svaraði mér ekki, nei andskoti..fúkking 1.april....Mikið var þetta óþægilegt en síðan ákveðinn léttir :)...

Hljómsveit dagsins, The Kills. Nýja platan er frábær enda frábært band. Trúi ekki að ég hafi misst af þeim á Vega í gær...DAMN. Hef reyndar séð þau live og það er magnað...Lögin er URA fever og Cheap and Cheerful eru fáranlega cool...

laters everyone...

jhb


djúsing up...

Ég keypti mér algjört undratæki í síðustu viku. Þetta tæki hefur breytt lífi mínu á nokkrum dögum bara eins og fótanuddtækið gerði forðum daga. Við fórum í Magasin og sáum nýju djúsvélina frá Philips.  Þetta er ótrúlega cool vél eins og allt sem kemur frá Philips. Philips breytti algjörlega sinni ímynd fyrir ca. 5 árum síðan og komu með nýtt slogan sem er "Sense and Simplicity" og þeir innleiddu þessa strategíu á alla value línuna sínu. Takið eftir því að nýjar vörur frá Philips eru fáranlega einfaldar í notkun og oftast nær er bara einn takki fyrir allt. Það eina sem þú þarft að gera við þessa vél er að setja hvaða ávöxt sem er eða grænmet í vélina og út kemur safi. Brilliant..Þarft ekkert að skera þá í sundur eða hreinsa. Vélin sér um allt. Hérna er mynd af kvikindinu.

Juicer

Þessi vél fór ekki inní skáp eftir eitt skipti heldur er búinn að vera í stanlausri notkun í heila viku. I am juicing up like there is no tomorrow. Þessu fylgdi síðan DVD diskur með rosalega geðveikum manni sem heitir Jason Vale og er aðal djúsgúru heimsins en hann breytti algjörlega líferni sínu með því að drekka djús og borða grænmeti. Hann reykti áður 30 sigarettur á dag og lifði á skyndibita mat eins og margir bretar. Ég fer núna reglulega á síðuna hans www.juicemaster.com og næ í nýjar uppskriftir og ekki nóg með það, ég keypti bókina hans "Turbo-charge your life in 14 days" sjá hér:

Turbo_charge_your_life_in_14_days_150px

 Já, ég er svo sannarlega gengið af göflunum en núna er ég bara búinn að lifa á djús, fisk og grænmeti í 5 daga og mér líður fáranlega vel og ég tými bara ekki að hætta þessu. Hef aldrei verið léttari á mér, hleyp eins og vindurinn og armbeygjurnar orðnar auðveldari :). Ég hef alltaf verið svakalega þungur á morgnana bara alveg síðan að ég mann eftir mér en þessa daganna glaðvakna ég án þess að þurfa að kúra í 50 mín, ekki að það sé slæmt að kúra.

Ég fór út í morgun og hljóp 6 km og það var alveg geggjað í nettri rigningu. Kom heim og bjó til magnaða drykk sem heitir "Mean, Green Wake-up Machine" í þessum drykk eru fleiri vítamín og næringarefni en margir innbyrða á viku að mati geðsjúklingsins Jason Vale. Þetta inniheldur:

  • Hálf gúrka1 stk selerí
  • 1 bolli af spínati
  • 6 græn epli
  • hálft lime
  • engifer

Þessu er dúndrað í vélina, sett í glas og síðan með fullt af klökum. Alveg MAGNAÐ shit og maður er búinn að hafa þetta í maganum á sér núna í 5 klst og finnur maður varla fyrir hungri. Ætla samt núna að fá mér fiskisúpuna sem ég eldaði í gær. Svona ætla ég að lifa næstu 14 daga og sjá hvort að Jason Vale sé maðurinn....En sem komið er finnst mér þetta vera algjör fucking snilld og líður mér afskaplega vel. Alltaf verið með smá maga vesen en það heyrir söguna til, vona ég í það minnsta.

Playlistinn á I-podinum mínum í hlaupinu í morgun var:

  • The Funeral - Arcade Fire,
  • Get It Together - Beastie Boys
  • Think Im in Love - Beck
  • Strange Apparition - Beck
  • Rebel Yell - Billy Idol
  • She Talks to Angels - The Black Crowes
  • So Here We Are - Bloc Party
  • Melody of Certain Three - Blonde Redhead
  • Strange Form of Life - Bonnie "Prince" Billy
  • Vacuum Boots - The Brian Jonestown Massacre
  • In Your Mind - Built To Spill
  • Our Life Is Not A Movie Or Maybe - Okkervil River
  • Blackened Blue Eyes - The Charlatans
  • We Used To Vacation - Cold War Kids
  • Coconut Skins - Damien Rice
  • Rebel Rebel - David Bowie
  • Strict Machine - Goldfrapp
  • We Haven´t Turned Around - Gomez 

kveðja,

Nonni geðveiki... :)


Gott framtak...

Ég fór á þennan fund í Kaupmannahöfn í gær og hafði mjög gaman af. Það var fjölmenni á þessum fundi af fréttamönnum, bankamönnum og öðrum athafnamönnum og langflestir fundarmenn voru Danir sem sýnir hve áhuginn er mikill á þessu málefni. Ræða Ingibjargar fjallaði í sögulegu samhengi af hverju Íslendingar hefð svona mikinn áhuga á Dönum, af hverju við værum svona útrásargjörn, stöðu Íslenska ríkisins og bankanna. Hún talaði einnig um gríðarlega sterkt lífeyrissjóðskerfi á íslandi sem væri eitt því sterkasta í heiminum (miðað við höfðatölu of course) og það ásamt gríðarlegri vinnusemi Íslendinga er ein af ástæðunum að hér sé búið að vera mikið hagvaxtarskeð. Ingibjörg kom vel fyrir og ekki eyðilagði fyrir góð dönsku kunnátta hennar. Hún nýtur sín miklu betur í meirihluta en minnihluti í þinginu. Hún fór ákaflega í taugarnar á mér fyrir um ári síðan en er að vaxa.

Dr Portes frá London Business School var síðan með slideshow sem fjallaði um sterka stöðu íslensku bankanna. Það var mjög skemmtilegt að hlusta á hann og flottur maður. Kynningin hans byrjaði á því að hann spilaði tónbút af Ítalskri aríu sem heitir La Calunnia sem fjallar um hvernig orðrómur getur drepið, skemmtileg nálgun. Útgangspunkturinn í umræðu hans var einmitt ósanngjarn orðrómur um Íslensku bankanna og þá sérstaklega  frá bresku miðlum sem eiga sér engar stoðir í raunveruleikanum. Hann fór mjög nákvæmlega í gegnum stöðu bankanna þriggja, Kaupþing, Glitni og Landsbanka og sagði þá vera með sterka stöðu miðað við keppinauta sína í Skandinavíu. Hann talaði um að lausafjárstaða þeirra væri sterk sem gerði það að verkum að þeir þyrftu ekki að ná sér í þessu dýru lán á markaðnum, þeir væru vel fjármagnaðir, arðsemi þeirra á síðasta ári hefði verið á virkilega góð á alþjóðlegan mælikvarða þrátt fyrir minnkun milli ára. En þrátt fyrir þess sterku stöðu fengu þeir ekki góða útkomu hjá greiningarfyrirtækjum á borð við Moody´s og Fitch. Hann byrjaði því næst að gera lítið úr þeirra störfum og rakti mörg dæmi um slæm vinnubrögð af þeirra hálfu sem hefur gert það að verkum að menn á markaðnum eru hættir að taka þessi fyrirtæki alvarlega. Hann tók gott dæmi um Fitch og sýndi salnum samskipti sem hann hafði átt við það fyrirtæki sem endaði á því að yfirmaður hjá Fitch (Head of Global Economy) þurfti að skerast í leikinn og afsaka vinnubrögð kollega síns sem hafði farið með rangt mál og lagt fram rangar tölur fyrir markaðinn. Það er ótrúlega að þetta skuli gerast en þetta hefur bitnað mikið á Íslensku bönkunum.

Það var síðan virkilega skemmtilegt að hlusta á Sigurð Einarsson. Hann var gríðarlega ákveðin í sinni nálgun og byrjaði sína kynningu eitthvað á þessa leið,  "hér er ég enn og aftur kominn til ykkar til að fjalla um Kaupþing enn einu sinni og í guðanna bænum takið nú vel eftir". Salurinn hló mikið af þessum kaldhæðnislega húmór sem virkaði mjög vel enda maðurinn örugglega orðinn vel þreyttur á þessum endalausa orðrómi á götunni og bað hann menn frekar að skoða ársskýrslu bankans en að hlusta á þessa endalausu þvælu í blöðunum. Ekki skemmti fyrir að maðurinn talar fullkomnlega dönsku, betur en flestir danir, hann var algjörlega með salinn með sér enda yfirvegaður og sannfærandi. Mér fannst áhugavert þegar hann talaði um af hverju Kaupþing væri í þessari útrás en það væri einfaldlega vegna þess að þeir gátu á sínum tíma ekkert vaxið frekar á Íslandi og því var eina leiðinn að fara erlendis og vaxa þar og þeir þurfti að vera fjósamir til að ná fótfestu sem lítil banki í þessu erfiða samkeppnisumhverfi. En þetta væri auðvitað algengt fyrir stór Íslensk fyrirtæki. Hann sagði einnig að stefna bankans væri skýr en það væri að þjónusta meðalstór og lítil fyrirtæki á markaði í Norður Evrópu og UK en það væri markhópur sem stóru bankarnir væru að þjónusta illa og ein af ástæðunum að Kaupþing gengi svona vel.

Í lokin tók síðan Sigurjóns Sighvats til máls og fjallaði um "cross cultural differences in global business, an Icelandic perspective". Þetta var skemmtileg tilbreyting á því sem undan hafði gengið og gaman að heyra í manni sem var hvorki bankamaður, pólitíkus eða prófessor. Mér fannst skemmtilegt þegar Sigurjón rifjaði það upp þegar að hann fjárfesti í fyrsta alvöru hljóðverinu á Íslandi árið 1975 að mig minnir. En þá fór hann ásamt öðrum síðhærðum ungum manni  til Connecticut að kaupa græjur í hljóðverið. Þeir fóru í hverfisbankan með 40.000$ ávísun frá National Bank Of Iceland (Landsbankanum) en engin í bankanum vildi leysa hana út því að engin kannaðist við þennan banka og hvað þá þetta land, Ísland :). Þetta bjargaðist á endanum því að þeir þekktu íslending sem var háttsettur hjá Citi Bank í New York sem að gekk í málið og bjargaði þeim. Síðan þá hefur margt breyst. Sannar að Íslendingar eru ávallt til staðar þegar mest á reynir.

Ég hafði gaman af þessu og ekki síður er þetta nauðsynlegt til að upplýsa, í þessu tilfelli Dani, um hver raunveruleg staða ríkisins og fyrirtækjanna er. Við erum lítil þjóð og getum ekki ætlast til þess að aðrir þjóðir geri sér almennilega grein fyrir hvernig málum er háttað hjá okkur. Í Q&A hlutanum í blálokin stóð einn Dani upp og bað um að fá að koma með comment áður en fundinum lyki. Þar sagði hann að það væri miklu meira sem Danir gætu lært frá Íslendingum en Íslendingar lært af Dönum. Held að það sé mikið til í þessu en það sem við gætum hinsvegar lært af Dönum er nægjusemi og það mun reyna á það á komandi ári :)


mbl.is Nýr gjaldmiðill innan 3 ára?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlist...

Ég kom aðeins inná tónlist í síðasta bloggi. Tónlist skipar ákaflega stóran sess í mínu lífi og er búið að gera alveg síðan ég fæddist. Pabbi gamli byrjaði ungur að flytja inn erlenda tónlistarmenn til Íslands og var ákveðinn brautryðjandi í þeim bransa á Íslandi. Hann flutti m.a. inn The Kinks til landsins þegar hann var 17 ára gamall og þegar að Kinks komu loksins þá var lagið þeirra "You really got me" vinsælasta lagið í USA og UK á sama tíma sem var ekki algengt í gamla daga og hefur sjaldan gerst í nútímanum. Þeir spiluðu að mig minnir 13 tónleika í röð í Austurbæ fyrir troðfullu hús og í millitíðinni borðuðu þeir ýsu hjá Ömmu Dúddu.

Bróðir minn var síðan í tveimur punk hljómsveitum í gamla daga, Bleiku Bastarnir og Rut +, sem báðar unnu sér til frægðar að hita upp fyrir Sykurmolanna og fá umfjöllun í Rolling Stones Magazine fyrir vikið. Ég sá aldrei Bleiku Bastanna live en ég sá hinsvegar Rut + í Duus Húsi þegar ég var 10 ára gamall. Ég man að ég var skít stressaður að fara inní það skuggalega hús sem var einmitt í miðju skuggasundi á Fischersundi.

Þegar ég var síðan rúmlega 16 ára gamall þá keypti pabbi Aðalstöðina og rákum við það fjölskyldan í einhver 10 ár og það var yndislegur tími. Þetta var pínkulítil útvarpsstöð sem spilaði 60s og 70s tónlist og var með circa 1% hlustun á höfðuborgarsvæðinu. 10 árum seinni seldi fjölskyldan það til Saga Communications sem var risastórt Entertainment fyrirtæki frá USA. Þá hét fyrirtækið Fínn Miðill og átti einhverjar 6 útvarpsstöðvar. Á þessum 10 árum stofnaði bróðir minn X-ið sem var mjög fljótlega ein vinsælasta rokkstöðin í bænum og spilaði tónlist sem hafði venjulega ekki heyrst í útvarpi. Ég man alltaf eftir fyrsta laginu sem var spilað á stöðinni en það var "Love Is Stronger Then Death" með The The. Lag númer 2 var flutt af Purrk Pillnik en lagið mann ég ekki alveg. Markmið stöðvarinar var að sinna grasrótinni á Íslandi og vera frjáls og óháð. Slagorðið var "meiri tónlist, minna mas".

Það voru margir sem byrjuðu sinn ferill á X-inu og Aðalstöðinni. Radíus bræður með þeim Steini Ármann og Davíð Þór, Górillan fylgdi í kjölfarið, Páll Óskar með Sætt og Sóðalegt, Jón Gnarr og Sigurjón með Tvíhöfða slógu í gegn á X-inu, Þossi og Simmi, Jón Atli (sem var með okkur í að stofna stöðina), Robbi Chronic, Helgi Már með Party Zone, Árni Zúri með Sýrðan Rjóma og fleiri. Þarna var MEKKA tónlistar á Íslandi og það var gaman að vera í kringum þetta. Ég var með þætti á daginn og mjög oft á næturvaktinni. Ég var stundum með næturvaktina á Aðalstöðinni 16 ára gamall að taka við óskalögum frá 50 ára plús fólki og það var ótrúlega fyndið. Var einnig tæknimaður hjá Radíusbræðrum sem var ótrúlega gaman en ég snéri mér fljótlega á X-ið eftir stofnun og spilaði tónlist sem ég fýlaði og það var geðveikt.

Á þessum tíma hélt fjölskyldan ásamt Kidda Kanínu og fleirum tónlistarhátíðina UXA 1995 og það er flottasta útíhátíð sem haldin hefur verið á Íslandi. Ef þetta andskotans dópmál og neikvæðni hefði ekki eyðilagt þessa hátíð þá væri hún örugglega ennþá í gangi í dag. Ég man að MTV var á staðnum og migu í sig af hrifningu og vildi fá að sponsa hátíðina að ári og fleira í þessum dúr.

Dagskrárstjóri X-ins í dag er síðan Þorkell Máni Pétursson sem er gamall skólafélagi minn og strákur sem ég hef þekkt í 20 ára og gerir hann það með sóma þó svo að hlustun sé ekki eins og maður hefði haldið. En tímarnir hafa breyst ótrúlega mikið á þessum tíma. Þegar að X-ið byrjaði þá var engin playlisti heldur kom fólk bara í stúdío-ið þegar það hafði tíma og spilaði nákvæmlega þá tónlist sem það fílaði. Á sumrin þegar ég var að vinna við að selja auglýsingar fór ég stundum inní stúdíó og spilaði lögin sem ég vildi heyra. Það var engin fucking regla á því sem maður spilaði nema jú að eina reglan sem bróðir minn setti var: "Það mátti ENGINN spila Sálina eða eitthvað svipað". Eitt sinn var þessi regla brotin þegar ég var með bróðir mínum að keyra. Hann snéri bílnum við á núllpunktinum, brunaði niðrá stöð, hljóp upp í stúdío og hendi manninum öfugum út. Er ekki að ýkja þetta heldur frekar kannski að draga úr þessu. Þessi maður fékk ALDREI aftur að koma inn um dyrnar á X-inu....

Í kringum 18 ára aldurinn fór ég að halda tónleika sjálfur og lifði á því fjárhagslega í 2 ár með skólanum. Þeir tónlekar sem stóðu upp úr hjá mér voru páskatónleikar í Tunglinu 1998 (kannski var það 1997) en þá fékk ég 7 stærstu hljómsveitirnar á Íslandi til að spila á einu kvöldi, þetta var m.a. Maus, Quarashi, Botnleðja, Vínyll, Spitsign (Krummi og co), fleiri. Um 1000 manns komu á tónleikanna og ég held að ég hafi aldrei séð Tunglið svona fullt. Það hjálpaði auðvitað til að ég gat alltaf auglýst ódýrt á X-inu. Þetta leiddi síðan í umboðsmennsku og er ferðin sem ég skipulagði til Los Angeles með Botnleðju ótrúlega minnisstæð en þar ætlaði Jón Haukur að verða ríkur :). Það er mitt mat að Botnleðja hafi verið mjög nálægt plötusamning við Columbia Records á þessu tímabili en við skutum í stöngina..Vorum í 6 vikur en hefðum þurft að vera í 2 mánuði...

Those were the GOOD TIMES :)

Var búinn að gleyma einu lagi sem er fáranlega gott en það er með hljómsveitinni Maps sem ég fann á I-Tunes fyrir nokkrum árum síðan. Lagið heitir, In the Sky ....Hægt að sjá það hér á YouTube:

http://www.youtube.com/watch?v=CBoQhJPnHWQ

Check it dudes and ladies......Fucking geðveikt lag og platan þeirra "We can create" er bara geðveik...


Einn heima...

Ég er einn heima þessa daganna. Helga og krakkarnir fór til Íslands á laugardaginn og ég fer núna á miðvikudaginn. Erum að heimsækja vini og ættingja. Eitt sem ég hef tekið eftir þegar ég er einn heima er að hegðunarmynstrið hjá mér gjörbreytist. Gott dæmi. Ég var búinn að skutla þeim útá flugvöll og fór þá eftir það í verslunarmiðstöðina Fields og keypti mér hlaupabuxur, hlaupasokka og prótein duft. Eftir það fékk ég mér túnfisksalat og vatn í hádegismat. Fór síðan í Apple búðina og keypti sérstök hlaupa headphone og hulstur fyrir i-podinn minn. Fór síðan heim og hljóp 5km, tók próteindrykk eftir það og lifði á ávöxtun sem eftir liði dags fyrir utan eitt Shawarma sem ég fékk og popp í bíóinu. Sunnudagurinn var nánast eins og svona mun þetta verða alveg þangað til að ég fer heim.

Ég semsagt breytist í eitthvað heilsufrík þegar ég er einn heima og fer að hugsa eins og haga mér eins og Jane Fonda. Þetta var nákvæmlega eins í Ameríku þegar við bjuggum þar. Fyrstu 3 mánuðina var ég nánast einn heim og þá fylltu ég húsið okkar af alls konar drasli. Ég fór nokkrum sinnum í viku í Dicks sem er risastór íþróttabúð þarna í USA. Þar var keypt m.a. hlaupaföt, hlaupaskó, mismunandi lóð, boxhanska, boxpuða, vigt, handarstyrktartæki, próteindrykki og vítamín, stóran æfingarbolta(sem var aldrei notaður), magatæki, Yoga motta og ég gæti haldið endalaust áfram :). Helga sprakk venjulega úr hlátri þegar hún kom heim á þessu tímibili og sá allt þetta drasl á heimilinu.

Núna uppá síðkastið hef ég eiginlega ekkert verið einn heima sem útskýrir kannski þessa fitubletti sem ég er með útum allan líkama, sérstaklega eru þeir áberandí á miðsvæði líkamans :)....En núna fæ ég 5 daga til að slípa demantinn og vonandi verð ég orðinn sæmilegur þegar ég kem heim...Tónlist sem ég er að hlusta á þessa daganna:
  • Raveonettes. Voru að gefa út plötuna "Lust Lust Lust" sem m.a. inniheldur lagið Blush sem er frábært lag í anda þeirra.
  • Lambchop. Yndislegt band sem líkist Tindersticks mjög...Ekki slæmt
  • Okkervil River. Rétt missti af tónleikum þeirra um daginn..Damn Shame
Tóneikar á næstunni:
  • 27. Febrúar - Smashing Punpkins
  • 28. Febrúar - Neil Young
  • 6. Mars - Sterophonics
  • 4. Apríl - Portishead
  • 29. Apríl - Tindersticks
Eurovison: Alveg finnst mér þetta dæmigerð úrslit, fæ algjört ógeð enn eina ferðina á þess blessaða Eurovision. Skil ekki af hverju maður alltaf svona nett spenntur fyrir þessu ? Kannski er maður bara alltaf að vona að við vöknum og sendum eitthvað cool í þessa keppni eins og t.d. Dr. Spock í þessu tilfelli og eitthvað sem kynnir Ísland almennilega. En kannski er þetta ekki vettvangurinn til þess. Er ennþá að gráta að við sendum ekki Botnleðju á sínum tíma Enski Boltinn: Rosalega er ég sáttur við mína menn í Aston Villa þessa daganna. Þeir eru með minnsta hópinn í deildinni en er í 4-6. sæti með Liverpool og Everton og að spila rosalega sannfærandi. Sá þá spila á móti Reading á laugardaginn og voru þeir ekki að spila sinn besta leik en unnu samt. Það er gott merki um liðið sé á réttri leið. Það sem mér finnst best er að þeir eru að spila eftir ákveðni formúlu sem Martin O Neill er búinn að skapa, þannig að þeir eru aldrei í einhverju rugli og vita ekkert hvað þeir eiga að gera inná vellinum eins og Reading voru í þessum leik. Þeir börðust vel en það var einhvern veginn aldrei neinn strategía. Strategían hjá Villa er að nota Carew sem batta þarna frammi (hann er besti framherji í heiminum sem snýr bakinu að markinu) og nýtar sér síðan hraðan hjá Agbonlahor og Young. Síðan eru Barry og Coker þvílíkt öryggir þarna á miðjunni og tapa sjaldan návígi. Nigel Reo Coker hefur komið mér gríðarlega á óvart, bjóst ekki við miklu af honum og fannst verðið alltof hátt. Í dag elska ég hann og þá vinnu sem hann vinnur fyrir liðið. En það má ekki mikið útá bregða fyrir þetta lið. Ef að Young meiðist eða Agbonlahor þá erum við í slæmum málum, þess vegna skil ég ekki af hverju hann var að selja Luke Moore eða lána hann..Held hinsvegar að í sumar mun hann versla 4-5 afbragsleikmenn. Good Times finally for Villa.... later,Jón Haukur "óslípaði demanturinn" :)

Kominn tími til...

Mikið er það ánægjulegt að loksins sé kominn maður úr viðskiptalífinu á Íslandi sem talar hreint út um ástandið á markaðnum, fáranlega starfslokasamninga og er jarðbundinn í sinni nálgun. Þetta er Jón Ásgeir búinn að vera að gera síðustu daga í viðtölum og PR-lega séð finnst mér þetta afburðarsnjöll nálgun hjá honum.  Mér finnst hann skera sig mikið út úr hópi annarra stjórnenda á Íslandi með þessu og gerir hann enn trúverðugari fyrir sjónum almennings. Hann er ekki að fara í kringum hlutina heldur talar hreint út og er ekki að fela neitt, þetta kann fólk að meta og skilur. Hann talar með rödd fólksins....No bullshit!

Hann minnist einnig á upprunan sinn og Bónus-aðferðina þar sem hver króna skiptir máli í viðskiptum, eitthvað sem menn eru búnir að gleyma í öllu partýinu síðustu ár. Árið 2008 verður mikilvægt ár í sögu viðskiptalífsins á Íslandi enda eru síðustu dagar búnir að vera mjög viðburðarríkir. Afar ánægjulegt að sjá fund milli Geirs Haarde og co við fulltrúa fjármálafyrirtækjanna um framtíðina, evrutöku og hvernig eigi að bregðast við þessu ástandi sem nú er. Öll umræða milli þessara aðila gerir menn betur í stakk búna við það sem framundan er. Það sem er auðvitað mikilvægast fyrir þessu fyrirtæki eru samskipti við erlenda aðila og finnst mér þau hafa verið að batna mikið.

Núna fer að verða cool að spara og ég mæli með því að Íslendingar kynni sér aðferðir Dana um hvernig eigi að spara því að þeir eru algjörir snillingar í því. Hér eru allir með nesti með sér hvert sem þeir fara, allir taka strætó eða hjóla (veit að þetta er erfitt heim) og hver króna skiptir máli. Þeirra kúltur er bara að bera virðingu fyrir peningum og auðvitað er það eina vitið en þetta er eitthvað sem vantar í okkur Íslendinga og eitthvað sem við þurfum að læra....Ótrúlega boring en gott á svona tímum :). Danir geta reyndar verið rosalega öfgafullir en það er millivegur sem við ættum að fara í þessu.

En maður dagsins að mínu mati er Jón Ásgeir Jóhannesson og Baldvin Jónsson, sonur minn sem er búinn að sigrast á þessari ljótu Lungnabólgu sem er búið að vera að hrjá hann.


mbl.is Eignir FL Group á brunaútsölu ef ekki hefði verið gripið inn í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband